Innlent

Ungliðar undir­rita dreng­skapar­heit

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Viktor Pétur Finnsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Anton Sveinn McKee, varaþingmaður Miðflokksins.
Viktor Pétur Finnsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Anton Sveinn McKee, varaþingmaður Miðflokksins. Vísir/samsett

Anton Sveinn McKee og Viktor Pétur Finnsson tóku í fyrsta sinn sæti á Alþingi í dag sem varaþingmenn fyrir Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Báðir hafa Anton og Viktor verið virkir í ungliðahreyfingum sinna stjórnmálaflokka en þeir undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar á Alþingi í dag.

Anton Sveinn er 2. varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og tekur sæti á þingi í fjarveru Bergþórs Ólasonar þar sem 1. varaþingmaður flokksins í kjördæminu átti ekki heimangengt. Hann var kjörinn formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjördæminu, við stofnun hreyfingarinnar í september í fyrra.

Viktor Pétur Finnsson er 3. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og tekur sæti í fjarveru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, en 1. og 2. varaþingmaður flokksins í kjördæminu boðuðu forföll og gátu því ekki tekið sæti. Viktor Pétur var formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna þar til nýr formaður tók við keflinu í haust.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×