Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2025 19:00 Páll Svansson aðstoðaryfirtollvörður segir að haldlagnir á fíkniefnum- og lyfjum hafi verið að aukast. 265 mál hafi verið kær, þar af 122 stórfelld. Vísir/Vilhelm Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum. Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember. Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Tollgæslan sem hefur eftirlit með öllum innflutningi, hvort sem það er með skipum, flugvélum, pósti eða öðrum flutningum, hefur sjaldan eða aldrei lagt hald á annað eins magn fíkniefna á landamærum og í ár. Tollgæslan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna í ár. Hægt er að bera saman tölurnar við síðustu tvö ár. Vísir Þannig hafa náðst meira en níutíu kíló af kókaíni í ár sem er ríflega tvöfalt meira magn en í fyrra. Þá hefur verið lagt hald á þrjátíu lítra af kókaínvökva sem er næstum níu sinnum meira en síðustu ár. Tollgæslan hefur lagt hald á þrisvar sinnum meira magn af amfetamíni en í fyrra og tvöfalt meira magn af amfetamínvökva. Íslandsmet var sett í haldlagningu á ketamíni þegar tæp átján kíló náðust á þessu ári. Þá hefur verið lagt hald á sögulegt magn af marijúana eða ríflega 330 kíló. Loks hefur orðið sprenging á haldlagningu á nýgeðvirkum efnum á þessu ári. Tollgæslan hefur samfara þessu kært metfjölda mála eða 265 og flokkar 122 þeirra sem stórfelld. Páll Svansson er aðstoðaryfirtollvörður. „Við erum að sjá aukningu á innflutningi á fíkniefnum. Ætli það sé ekki bara framboð og eftirspurn sem stjórna þessu magni,“ segir Páll. Aukningin kemur alls staðar fram Lögregluembætti alls staðar á landinu finna vel fyrir þessari miklu aukningu enda mikið samstarf við tollgæslu. „Þetta er kókaín, amfetamín, metamfetamín og þessi nýgeðvirku lyf. Það er í raun methaldlagning á öllum þessum efnum í dag. Langflest þessara mála tengjast skipulagðri brotastarfsemi,“ sagði Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur í samtali um málið við fréttastofu í nóvember. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði sömu þróun í gangi hjá embættinu í fréttum Sýnar í vikunni. „Það er aukning hjá okkur á haldlögðum efnum, kókaín er algengasta efnið,“ sagði Ævar. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglustjóranum á Austurlandi ræddi við fréttastofu í nóvember eftir að í ljós kom að aldrei hefur verið lagt hald á annað eins magn fíkniefna í tengslum við komu Norrænu á Seyðisfirði og í ár. „Langstærsti hluti efna sem finnast í ár er kókaín en jafnframt önnur efni eins og amfetamín og kannabis. Það er fjöldinn sem vekur athygli hér hjá lögreglunni á Austurlandi í samanburði við síðustu ár, “ sagði Kristján í nóvember.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Tollgæslan Lögreglan Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira