Innlent

Loka hluta íþróttahúss á Akranesi vegna lélegra loftgæða

Jón Þór Stefánsson skrifar
Akraneskaupstaður segist ætla að bregðast við vandamálinu eins fljótt og auðið er.
Akraneskaupstaður segist ætla að bregðast við vandamálinu eins fljótt og auðið er. Vísir/Arnar

Íþróttahúsinu á Vesturgötu á Akranesi, við Brekkubæjarskóla, hefur verið lokað að hluta. Ástæðan er ófullnægjandi loftgæði, sem kom í ljós við úttekt Verkís á húsnæðinu sem var framkvæmd í þessum mánuði.

Hún leiddi í ljós að það væri ófullnægjandi rakavarnarlag í þaki, ónýtt byggingarefni í neðri hluta þaks, gaflveggjum og í veggjum ofan við áhorfendastúku. Einnig kom fram að loftræsing salarins væri ábótavant.

Í minnisblaði frá Verkís segir loftræsting og upphitun salarins hafi ekki verið hluti af skoðuninni, en að þrátt fyrir það hafi komið í ljós að henni væri verulega ábótavant. Hún virðist ráða við skólakrakka í sal, en enga áhorfendur.

Líkt og áður segir er hefur hluta íþróttahússins verið lokið, en þar er átt við íþróttasal og kjallara hússins. Starfsemi í fimleikahúsi og Þekju mun halda áfram og þá verða búningsklefar og anddyri við fimleikahúsið enn aðgengilegt.

Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar segir að strax verði ráðist í endurbætur. Bæjaryfirvöld muni á næstunni vinna að nákvæmri tímalínu, hönnun og útboði í tengslum við endurbæturnar. Þau muni leitast eftir því að endurbæturnar taki eins skamman tíma og kostur er.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×