Fjórar konur saka Russell Brand um kynferðisofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 15:40 Russell Brand hefur aðallega haldið sig á Youtube undanfarin ár. EPA/HERBERT NEUBAUER Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Umfjöllun um meint brot leikarans birtist í dag en leikarinn brást við á Instagram í gær. Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times. Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira