Segir frávik eiga sér eðlilegar skýringar Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 07:42 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf.. Stöð 2/Egill Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að frávik við veiðar á langreyði, sem olli því að Matvælastofnun stöðvaði tímabundið veiðar Hvals 8, hafi orðið vegna bilunar á spili. Tilkynnt var um það í gær að Matvælastofnum hefði stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Í tilkynningu sagði að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýr „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson að frávikið eigi sér eðlilegar skýringar. Skutull hafi hæft langreyðina skammt ofan við skilgreint marksvæði, við það hafi dýrið særst og farið á kaf. Þegar áhöfn hafi farið að hífa inn línu sem fest var við skutulinn hafi krókur losnað og slegist utan í spilið, með þeim afleiðingum að það festist. Þá hafi hvorki verið hægt að hífa né slaka og dýrið því synt utan skotfæris á meðan áhöfn reyndi að gera við spilið með því að skera hlíf utan af því með slípirokk. Eftirlitsmaður hafi þysjað inn Þá segir Kristján að eftirlitsmaður á vegum MAST um borð í skipinu hafi tekið atburðarásina upp á farsíma sinn. Sá hafi ýmist þysjað inn eða út þannig að svo virtist að hvalurinn væri af og til innan skotfæris. Svo hafi alls ekki verið þar sem línan hafi verið allt of löng og ómögulegt að draga hana inn eða sigla nær dýrinu. Þessa atburðarás segir Kristján starfsmönnum MAST ómögulegt að skilja. Hefði verið siglt að hvalnum hefði línan mögulega getað endað í skrúfu skipsins og hvalurinn þannig sloppið særður. Það væri varla vilji Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Kristján hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Tilkynnt var um það í gær að Matvælastofnum hefði stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Í tilkynningu sagði að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýr „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Það virðist eitthvað hafa brugðist við veiðarnar. Þannig þeir skjóta fyrsta skutli og svo gerist eitthvað þannig að dýrið drepst ekki strax. Þeir hitta það ekki rétt. Svo er dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum seinna,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson að frávikið eigi sér eðlilegar skýringar. Skutull hafi hæft langreyðina skammt ofan við skilgreint marksvæði, við það hafi dýrið særst og farið á kaf. Þegar áhöfn hafi farið að hífa inn línu sem fest var við skutulinn hafi krókur losnað og slegist utan í spilið, með þeim afleiðingum að það festist. Þá hafi hvorki verið hægt að hífa né slaka og dýrið því synt utan skotfæris á meðan áhöfn reyndi að gera við spilið með því að skera hlíf utan af því með slípirokk. Eftirlitsmaður hafi þysjað inn Þá segir Kristján að eftirlitsmaður á vegum MAST um borð í skipinu hafi tekið atburðarásina upp á farsíma sinn. Sá hafi ýmist þysjað inn eða út þannig að svo virtist að hvalurinn væri af og til innan skotfæris. Svo hafi alls ekki verið þar sem línan hafi verið allt of löng og ómögulegt að draga hana inn eða sigla nær dýrinu. Þessa atburðarás segir Kristján starfsmönnum MAST ómögulegt að skilja. Hefði verið siglt að hvalnum hefði línan mögulega getað endað í skrúfu skipsins og hvalurinn þannig sloppið særður. Það væri varla vilji Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Kristján hefur ekki orðið við beiðnum fréttastofu um viðtal vegna málsins.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira