„Myndin er frábær meðferð gegn flughræðslu“ Íris Hauksdóttir skrifar 13. september 2023 20:01 Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld. Grímar Jónsson Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld en leikstjóri myndarinnar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson segir hugmyndina að myndinni hafa kviknað fyrir mörgum árum. Myndin var að miklum hluta tekin upp í Bretlandi sem og hér á landi. „Nákominn aðilli innan fjölskyldunnar þjáist af flughræðslu og þannig spratt hugmyndin,“ segir Hafsteinn spurður um tildrög kvikmyndarinnar. „Mér fannst þetta klárlega vera efniviður í bíómynd sem gæti bæði verið fyndin og um leið afhjúpandi um mannlega tilveru, ótta og hræðslu. Meira þrúandi að vera fastur á Íslandi Myndin er á ensku og flestir aðalleikarar af erlendu bergi brotnir. Hafsteinn segir það hafa reynst erfitt að fá íslenska styrktaraðilla til að koma að verkefninu. „Þetta var dýr mynd og við tókum þá ákvörðun að hafa hana á ensku. Myndin er bæði fyndin og afhjúpandi fyrir mannlega hegðun. Grímar Jónsson Sagan er upphaflega skrifuð um hóp á Íslandi en við snerum söguþræðinum þannig að aðstæður yrðu meira þrúandi að vera fastur á Íslandi.“ Spurður hvort Covid 19 hafi komið við sögu segir Hafsteinn faraldinn vissulega hafa komið við í myndinni. „Sagan fjallar um kvíða á hlutum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Heilinn okkar er illa hannaður til að takast á við slíkar áskoranir.“ En hvað með þá sem þjást af flughræðslu, ættu þeir að forðast áhorf á myndinni? „Ég vil meina að myndin hafi frekar þerapísk áhrif en triggerandi. Hún ætti í raun að vera frábær meðferð.“ Fullkominn í hlutverkið Þeir Hafsteinn og Sverrir Guðnason, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, hafa verið vinir frá unga aldri. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að fá Sverri með í myndina. Þrátt fyrir að hafa lítið verið viðloðandi íslenskt leiklistarsvið hefur Sverrir verið iðinn við kolann í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Hann er gjörsamlega frábær leikari og æskuvinur minn síðan við vorum pollar í Melaskóla,“ segir Hafsteinn. „Mig langaði alltaf að við gætum unnið saman og þarna kom tækifærið. Þegar maður finnur fullkomna leikara í hlutverkin er engin leið nema að stökkva á þau tækifæri og þetta var eitt af þeim. Sem betur fer fékk ég gríðarlega sterkan hóp af íslenskum og erlendum leikurum með mér í þetta verkefni.“ Týpískur Instagram kærasti „Ég leik áhrifavaldinn Alfonsó,“ segir Sverrir í samtali og heldur áfram. „Hann er þessi týpíski Instagram kærasti, mjög mikið í að þjóna kærustunni sinni í að fanga hina fullkomnu mynd.“ Hafsteinn segir aðstandendur myndarinnar samanstanda af gríðarlega sterkum hópi leikara. Grímar Jónsson Sjálfur hefur Sverrir lítið starfað hér á landi en hann er búsettur í Svíþjóð og hefur verið frá tólf ára aldri. Honum finnst meira að segja erfitt að tala íslensku við blaðakonu. „Ég bjó bara átta ár af ævi minni hér á landi svo ég hef mest megnis starfað utan landsteinnana. Við Hafsteinn erum gamlir vinir úr Melaskóla og því gaman að gera þetta með honum annars hef ég lítið verið að vinna á Íslandi.“ Drunk og Ronja næst á dagskrá Spurður hvað sé á framundan nefnir Sverrir leikverkið Drunk sem sett verður upp í aðalleikhúsinu í Gautaborg nú í haust þar sem Sverrir fer með hlutverk Marteins, aðalpersónu verksins. „Svo leik ég líka Borka í barnaleikritinu Ronja Ræningjadóttir en áður en sú sýning fer af stað er ég í tökum í Litháen á bíómynd byggða á Jens Lapidus en hann skrifaði bókina Snakes og er núna að vinna að sjónvarpsseríunni Paradise city.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
„Nákominn aðilli innan fjölskyldunnar þjáist af flughræðslu og þannig spratt hugmyndin,“ segir Hafsteinn spurður um tildrög kvikmyndarinnar. „Mér fannst þetta klárlega vera efniviður í bíómynd sem gæti bæði verið fyndin og um leið afhjúpandi um mannlega tilveru, ótta og hræðslu. Meira þrúandi að vera fastur á Íslandi Myndin er á ensku og flestir aðalleikarar af erlendu bergi brotnir. Hafsteinn segir það hafa reynst erfitt að fá íslenska styrktaraðilla til að koma að verkefninu. „Þetta var dýr mynd og við tókum þá ákvörðun að hafa hana á ensku. Myndin er bæði fyndin og afhjúpandi fyrir mannlega hegðun. Grímar Jónsson Sagan er upphaflega skrifuð um hóp á Íslandi en við snerum söguþræðinum þannig að aðstæður yrðu meira þrúandi að vera fastur á Íslandi.“ Spurður hvort Covid 19 hafi komið við sögu segir Hafsteinn faraldinn vissulega hafa komið við í myndinni. „Sagan fjallar um kvíða á hlutum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Heilinn okkar er illa hannaður til að takast á við slíkar áskoranir.“ En hvað með þá sem þjást af flughræðslu, ættu þeir að forðast áhorf á myndinni? „Ég vil meina að myndin hafi frekar þerapísk áhrif en triggerandi. Hún ætti í raun að vera frábær meðferð.“ Fullkominn í hlutverkið Þeir Hafsteinn og Sverrir Guðnason, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, hafa verið vinir frá unga aldri. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að fá Sverri með í myndina. Þrátt fyrir að hafa lítið verið viðloðandi íslenskt leiklistarsvið hefur Sverrir verið iðinn við kolann í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Hann er gjörsamlega frábær leikari og æskuvinur minn síðan við vorum pollar í Melaskóla,“ segir Hafsteinn. „Mig langaði alltaf að við gætum unnið saman og þarna kom tækifærið. Þegar maður finnur fullkomna leikara í hlutverkin er engin leið nema að stökkva á þau tækifæri og þetta var eitt af þeim. Sem betur fer fékk ég gríðarlega sterkan hóp af íslenskum og erlendum leikurum með mér í þetta verkefni.“ Týpískur Instagram kærasti „Ég leik áhrifavaldinn Alfonsó,“ segir Sverrir í samtali og heldur áfram. „Hann er þessi týpíski Instagram kærasti, mjög mikið í að þjóna kærustunni sinni í að fanga hina fullkomnu mynd.“ Hafsteinn segir aðstandendur myndarinnar samanstanda af gríðarlega sterkum hópi leikara. Grímar Jónsson Sjálfur hefur Sverrir lítið starfað hér á landi en hann er búsettur í Svíþjóð og hefur verið frá tólf ára aldri. Honum finnst meira að segja erfitt að tala íslensku við blaðakonu. „Ég bjó bara átta ár af ævi minni hér á landi svo ég hef mest megnis starfað utan landsteinnana. Við Hafsteinn erum gamlir vinir úr Melaskóla og því gaman að gera þetta með honum annars hef ég lítið verið að vinna á Íslandi.“ Drunk og Ronja næst á dagskrá Spurður hvað sé á framundan nefnir Sverrir leikverkið Drunk sem sett verður upp í aðalleikhúsinu í Gautaborg nú í haust þar sem Sverrir fer með hlutverk Marteins, aðalpersónu verksins. „Svo leik ég líka Borka í barnaleikritinu Ronja Ræningjadóttir en áður en sú sýning fer af stað er ég í tökum í Litháen á bíómynd byggða á Jens Lapidus en hann skrifaði bókina Snakes og er núna að vinna að sjónvarpsseríunni Paradise city.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira