Innlent

Mikil sorg fyrir norðan eftir að ekið var á sex kýr

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Kýr drápust í tveimur um­ferðar­slysum á Norður­landi um helgina, annars vegar í Hörg­ár­dal við Jónasar­lund á þjóð­veginum og hins vegar í Eyja­fjarðar­sveit. Ein kú drapst í Hörg­ár­dal en fjórar í Eyja­fjarðar­sveit og lýsir bóndi þar mikilli sorg vegna málsins.

Lög­reglan á Norður­landi eystra lýsti í morgun eftir öku­manni sem ók bíl sínum af vett­vangi í Hörg­ár­dal við Jónasar­lund á Þjóð­vegi 1 rétt eftir klukkan 15:30 í gær. Þá lýsti lög­reglan eftir vitnum en af­lífa þurfti kúna.

Sluppu út

Í Eyja­fjarðar­sveit var ekið á fimm kýr bóndans Her­manns Inga Gunnars­sonar, bónda í Klauf en mbl.is greindi fyrst frá. Þrjár kýr drápust á staðnum, eina þurfti að af­lífa og út­lit er fyrir að sú fimmta muni ekki hafa þetta af.

„Við erum mjög sorg­mædd hérna yfir þessu máli,“ segir Her­mann í samtali við Vísi.  Sjötíu kýr sluppu út hjá Hermanni. Öllum nema tíu var komið inn og voru þær ná­lægt veginum.

Mbl.is hefur eftir Hermanni að ung­linga­partý hafi verið innar í sveitinni og að um­ferðin hafi verið mjög mikil. Kýrnar hafi flæmst í burtu á tún hjá næsta ná­granna. Hann hafi verið með þær á leið heim við veg­kantinn þegar bíll kom á miklum hraða og keyrði á nokkrar kýr sem komnar voru upp á veginn.

Hann lýsir því að þær hafi splundrast í allar áttir og bíllinn sem á þeim lenti sé ó­nýtur. Vísir hefur ekki náð í lög­regluna á Akur­eyri vegna málsins en Kári Er­lings­son, varð­stjóri, segir í sam­tali við mbl.is að fjórir hafi verið í bílnum og var einn fluttur á sjúkra­hús með minni­háttar meiðsl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×