True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2023 16:58 Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35