Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2023 12:00 Andrés Ingi gefur lítið fyrir hert skilyrði fyrir hvalveiðum. Vísir/Vilhelm Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í gær að hvalveiðitímailið fengi að hefjast aftur í dag, 1. september, með hertum skilyrðum. Skilyrðin lúta meðal annars að þjálfun, fræðslu, veiðibúnaði og veiðiaðferðum. „Þetta voru ákveðin vonbrigði, eftir að hún keyrði í gegn um sumarið á þessum sterka boðskap um að hún stæði með dýravelferð og ætlaði að standa með hvölunum, að þá hafi hún bara ýtt því öllu út af borðinu hafi hún innleitt nýjar reglur til málamynda til að leyfa hvalveiðar sem öll rök mæltu með að yrði að hætta,“segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Ákvörðunin hafi komið honum á óvart en hana hefði átt að taka mun fyrr. „Já, ég reiknaði með því að hún myndi standa í lappirnar. Ég hefði reyndað reiknað með því að hún gerði þetta miklu fyrr. Það er náttúrulega dálítið kómískt hvað ákvarðanir í þessu máli hafa verið teknar daginn áður en vertíð hefst. Eðlilegt hefði verið að klára þetta fyrir ári því það er ekkert í þessum skýrslum sem kemur nokkrum sérfræðingi á óvart.“ Ekki vatnaskil í veiðiaðferðum Hann gefur ekki mikið fyrir nýju skilyrðin. „Þetta snýst nú aðalega um að bóna búnaðinn aðeins og biðja menn að vanda sig meira. Þetta eru engin raunveruleg vatnaskil í veiðiaðferðum. En meira að segja þó að svo væri, væri verið að gefa opið tékk á tilraunastarfsemi í hvaladrápi sem er alls óvíst að skili einu sinni mannúðlegri veiðiaðferðum,“ segir Andrés. Svandís hefði átt, að hans mati, að banna hvalveiðar í upphafi kjörtímabils í stað þess að fela sig á bak við skýrslur. Hann segir málið enn eitt dæmið um hvers vegna hann sagði skilið við Vinstri græna fyrir tæpum fjórum árum. „Þetta er mjög gott dæmi um hvernig stór prinsippin þurfa alltaf að láta undan einhverjum hagsmunum hjá samstarfsflokkunum.“ Kanónur í kvikmyndaiðnaði, bæði innanlands og utan hafa hvatt stjórnvöld til að banna hvalveiðar. Stjórn sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda sagði til að mydna í tilkynningu í morgun að hún harmaði ákvörðun raðherra og vonist til að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. Píratar hyggjast leggja málið fyrir þingið. „Eðlilega skrefið er að banna hvalveiðar,“ segir Andrés. „Ég vona að við fáum sem flesta þingmenn með okkur á það.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Tengdar fréttir Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38 „Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08
Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar. 1. september 2023 09:38
„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. 1. september 2023 06:26