„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Helena Rós Sturludóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa 30. ágúst 2023 20:56 Gunnar Örn Petersen er framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga. Hann segir að staðan sé alvarleg. Landssamband veiðifélaga Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. Veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa verið beðnir um að vera vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum og Hafrannsóknarstofnun birti í dag leiðbeiningar til þess að bera megi kennsl á þá. Tíu dagar eru síðan tvö göt fundust á kví hjá Arctic Sefarm í Patreksfirði. Nokkrir þeirra fundust í Ósá í Patreksfirði nokkrum dögum síðar en samkvæmt Matvælastofnun gætu um 3.400 laxar hafa sloppið. Málið er til rannsóknar hjá stofnuninni. „Við höfum fengið núna átta staðfest tilvik af norðvesturhorninu þar sem fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða fimm ár í Húnavatnssýslu, tvær í Breiðafirði og eina á Vestfjörðum. „Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að í litlu ánum á Vestfjörðum sé eldislax að ganga af krafti.“ Gunnar segir að lengi hafi verið varað við því að þetta geti gerst. „Áhyggjurnar eru fyrst og fremst af erfðablöndun. Það sem gerist er að eldislaxinn gengur upp árnar og tekur þátt í hrigningunni með villta laxinum.“ Þetta geti ekki verið viðvarandi í langan tíma án þess að erfðablöndun eigi sér stað. Slíkt dragi verulega úr hæfni villta laxins. „Það er í rauninni það sem við höfum áhyggjur af.“ Er skaðinn skeður núna? „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða og þessi skaði er vissulega skeður. En villti stofninn þolir kannski smávægilegan ágang í smá tíma en svona viðvarandi ágang, hann þolir það ekki.“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Landeldi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Veiðimenn og veiðiréttareigendur hafa verið beðnir um að vera vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum og Hafrannsóknarstofnun birti í dag leiðbeiningar til þess að bera megi kennsl á þá. Tíu dagar eru síðan tvö göt fundust á kví hjá Arctic Sefarm í Patreksfirði. Nokkrir þeirra fundust í Ósá í Patreksfirði nokkrum dögum síðar en samkvæmt Matvælastofnun gætu um 3.400 laxar hafa sloppið. Málið er til rannsóknar hjá stofnuninni. „Við höfum fengið núna átta staðfest tilvik af norðvesturhorninu þar sem fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða fimm ár í Húnavatnssýslu, tvær í Breiðafirði og eina á Vestfjörðum. „Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að í litlu ánum á Vestfjörðum sé eldislax að ganga af krafti.“ Gunnar segir að lengi hafi verið varað við því að þetta geti gerst. „Áhyggjurnar eru fyrst og fremst af erfðablöndun. Það sem gerist er að eldislaxinn gengur upp árnar og tekur þátt í hrigningunni með villta laxinum.“ Þetta geti ekki verið viðvarandi í langan tíma án þess að erfðablöndun eigi sér stað. Slíkt dragi verulega úr hæfni villta laxins. „Það er í rauninni það sem við höfum áhyggjur af.“ Er skaðinn skeður núna? „Þetta er náttúrulega mjög alvarleg staða og þessi skaði er vissulega skeður. En villti stofninn þolir kannski smávægilegan ágang í smá tíma en svona viðvarandi ágang, hann þolir það ekki.“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Landeldi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira