Innlent

Ljós­leiðara­strengur í sundur

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Háskóli Íslands er meðal annars í 102 Reykjavík.
Háskóli Íslands er meðal annars í 102 Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Slit urðu á ljós­leiðara­streng í Vatns­mýri í Reykja­vík og getur það valdið net­leysi eða truflunum hjá hluta borgar­búa. Ekki hefur náðst í for­svars­menn Ljós­leiðarans vegna málsins.

Í sms skila­boðum sem send voru á fimmta tímanum í dag á við­skipta­vini Nova kemur fram slit hafi orðið á ljósleiðarastreng í 102 Reykjavík. Segir þar ennfremur að tækni­menn séu komnir í málið. Á­ætluð verk­lok séu klukkan 18:00.

Þá er beðist af­sökunar á ó­þægindum sem þetta kann að hafa valdið. Frétta­stofu er ekki kunnugt um það hvers vegna strengurinn fór í sundur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×