Veislan var haldin í garðinum heima hjá fjölskyldunni í Vesturbænum. Hjónin eiga tvær dætur sem fögnuðu að sjálfsögðu með föður sínum og fríðum hópi gesta.

Tobba gerði sér lítið fyrir og byggði svið í garðinum þar sem fjölmargir listamenn stigu á stokk. Má þar nefna Sögu Garðars, Snorra Helgason, Kalla Olgeirs og Siggu Eyrúnu að ógleymdum Baggalúts-mönnum sem skemmtu að sjálfsögðu veislugestum.
Snyrtileg útihátíð með stórkostlegum atriðum
„Það var búið að vera bongó blíða síðastliðnar átta vikur en svo var skítaspá fyrir afmælisdaginn,“ segir Tobba í samtali við blaðakonu og heldur áfram.
„Það þýðir ekkert annað en að hugsa í lausnum og þess vegna ræstum við út Seglagerðina Ægi.

Hingað mættu fjórir menn sem tóku sér góða þrjá tíma í að setja upp tryllt tjöld yfir allan garðinn sem rúmuðu á annað hundrað manns. Þeir redduðu þessu og þetta var því eins og snyrtileg útihátíð með stórkostlegum atriðum“
Kalli Olgeirs sló í gegn
Í færslu sinni á Facebook lofsyngur Tobba tónlistarmanninn Kalla Olgeirs sem sló að hennar sögn rækilega í gegn í veislunni.

„Lífsgæðin sem fylgja því að eiga þennan mann sem vin Karl Olgeirsson. Kalli okkar er einn hæfileikaríkasti og hæglátasti listamaður landsins. Orðaleikinn á queen Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Takk. Þúsund sinnum takk.“

Ræður kvöldsins voru sömuleiðis hver annarri betri og við efndum til keppni í hver gæti gert flottasta orminn. Sigurvegarinn endaði með brákað rifbein, en það var allt þess virði,“ segir Tobba og glottir.
„Þegar leið á kvöldið var svo boðið upp á kleinur, flatbrauð, kakó og stroh því þetta var jú fimmtudagsafmæli.“
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni.






