Innlent

Lög­regla kölluð til vegna mann­lausrar bif­reiðar sem olli miklu öng­þveiti

Eiður Þór Árnason skrifar
Truflanir voru á umferð á Reykjanesbraut. Ljósmyndin er úr safni.
Truflanir voru á umferð á Reykjanesbraut. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/vilhelm

Mikið umferðaröngþveiti myndaðist vegna mannlausrar bifreiðar sem var skilin eftir á miðri Reykjanesbraut nærri Mjóddinni. Lögregla var kölluð til á staðinn og var bifreiðin að endingu fjarlægð af vettvangi með kranabíl.

Varðstjóri segir það reglulega koma fyrir að fólk skilji bíla sína eftir á óheppilegum stöðum og geri ekki viðeigandi ráðstafanir. Þá þurfi lögregla að grípa inn í en í þessu tilviki sé líklega um að ræða bíl sem hafi verið bilaður eða einfaldlega bensínlaus.

Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ef ökumenn neyðist til að stöðva bifreið sína á miðjum vegi eigi þeir að hringja strax eftir kranabíl og lögreglu sem geti komið með tæki til að aðstoða og vara aðra við, ásamt því að setja á hættuljósin og setja út viðvörunarþríhyrninginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×