Vildi pening frá foreldrum sínum og hótaði ítrekað að drepa þá Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 15:19 Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi vegna gruns um að hann hafi framið margvísleg hegningarlagabrot. Flest brotin snúa að meintu ofbeldi og hótunum í garð foreldra hans. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram á gæsluvarðhaldið, segir að lögregla hafi verið kölluð til að heimili foreldra mannsins þann 19. ágúst vegna heimilisofbeldis. Þar hafi maðurinn kvartað undan því við foreldra sína að þeir veittu honum ekki fjárhagslegan stuðning og hafi hann hrint móður sinni á hillu og slegið hana í andlitið. Hafi hann í kjölfarið staðið yfir föður sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa hann. Hann hafi loks farið af vettvangi þegar faðir hans lofaði að leggja inn á hann pening. „Er lögregla leitaði að kærða barst neyðarlínu símtal frá kærða þar sem hann hótaði foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð. Var [maðurinn] handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Kom þar í ljós kannabisræktun með 58 plöntum. Kærði gekkst við því í skýrslutöku að hafa ýtt mömmu sinni og að hafa hótað foreldrum sínum og lögreglunni í samtali við neyðarlínuna. Ekki tókst að ljúka skýrslutökuni þar sem kærði hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Kvaðst hann ítrekað ætla að drepa foreldra sína,“ segir í dóminum. Þá hafi maðurinn hrækt í andlit og bæði augu lögreglumanns þegar hann var fluttur á lögreglustöð. Að mati lögreglustjóra sé maðurinn undir rökstuddum grun um brot gegn valdstjórninni, brot í nánu sambandi og hótunarbrot. Sex mál til viðbótar í kerfinu Auk framangreindra mála tveggja er maðurinn með sex opin mál í kerfum lögreglu framin frá 14. apríl síðastliðnum. Þann fjórtanda apríl er maðurinn grunaður um að hafa framið heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir, með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þeir lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir hans farið á salernið og maðurinn sparkað upp hurðinni á salerninu. Þegar maðurinn uppgötvaði að faðir hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Þann 27. júní er hann grunaður um heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik, með því að krefja föður sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og þegar faðir hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði meðal annars að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað móður sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi hann þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent föður sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann meðal annars brotið sjónvarp, borð og vegg. Honum var í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Þá er hann grunaður um hafa daginn eftir framið brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi og hótanir, með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Talinn líklegur til að brjóta af sér Í niðurstöðum dómara segir að með vísan til framangreinds auk geðmats og fyrri brota séu skilyrði laga um meðferð sakamála um gæsluvarðhald uppfyllt. Líklegt sé að maðurinn brjóti af sér á ný og nauðsynlegt sé að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna öryggis fjölskyldu hans og almannahagsmuna. Maðurinn var sem áður segir úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram á gæsluvarðhaldið, segir að lögregla hafi verið kölluð til að heimili foreldra mannsins þann 19. ágúst vegna heimilisofbeldis. Þar hafi maðurinn kvartað undan því við foreldra sína að þeir veittu honum ekki fjárhagslegan stuðning og hafi hann hrint móður sinni á hillu og slegið hana í andlitið. Hafi hann í kjölfarið staðið yfir föður sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa hann. Hann hafi loks farið af vettvangi þegar faðir hans lofaði að leggja inn á hann pening. „Er lögregla leitaði að kærða barst neyðarlínu símtal frá kærða þar sem hann hótaði foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð. Var [maðurinn] handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Kom þar í ljós kannabisræktun með 58 plöntum. Kærði gekkst við því í skýrslutöku að hafa ýtt mömmu sinni og að hafa hótað foreldrum sínum og lögreglunni í samtali við neyðarlínuna. Ekki tókst að ljúka skýrslutökuni þar sem kærði hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Kvaðst hann ítrekað ætla að drepa foreldra sína,“ segir í dóminum. Þá hafi maðurinn hrækt í andlit og bæði augu lögreglumanns þegar hann var fluttur á lögreglustöð. Að mati lögreglustjóra sé maðurinn undir rökstuddum grun um brot gegn valdstjórninni, brot í nánu sambandi og hótunarbrot. Sex mál til viðbótar í kerfinu Auk framangreindra mála tveggja er maðurinn með sex opin mál í kerfum lögreglu framin frá 14. apríl síðastliðnum. Þann fjórtanda apríl er maðurinn grunaður um að hafa framið heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir, með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þeir lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir hans farið á salernið og maðurinn sparkað upp hurðinni á salerninu. Þegar maðurinn uppgötvaði að faðir hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Þann 27. júní er hann grunaður um heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik, með því að krefja föður sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og þegar faðir hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði meðal annars að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað móður sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi hann þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent föður sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann meðal annars brotið sjónvarp, borð og vegg. Honum var í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Þá er hann grunaður um hafa daginn eftir framið brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi og hótanir, með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Talinn líklegur til að brjóta af sér Í niðurstöðum dómara segir að með vísan til framangreinds auk geðmats og fyrri brota séu skilyrði laga um meðferð sakamála um gæsluvarðhald uppfyllt. Líklegt sé að maðurinn brjóti af sér á ný og nauðsynlegt sé að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna öryggis fjölskyldu hans og almannahagsmuna. Maðurinn var sem áður segir úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira