Innlent

Mos­fellingar geta tekið strætó að nóttu til á ný

Árni Sæberg skrifar
Strætó fer í Mosfellsbæ á nóttunni um helgina.
Strætó fer í Mosfellsbæ á nóttunni um helgina. Vísir/Hanna

Næturstrætó hefur akstur til Mosfellsbæjar á leið 106 um helgina.

Í tilkynningu um breytinguna segir að Mosfellsbær hafi gert samning við Strætó um þessa þjónustu fyrir íbúa Mosfellsbæjar og greiði allan kostnað við aksturinn innan sveitarfélagsins. Fargjald í næturstrætó sé tvöfalt almennt fargjald en handhafar mánaðar- og árskorta geti notað kortin sín.

Leið 106 hafi hingað til endað akstur sinn í Grafarvogi á næturnar en muni nú halda inn í Mosfellsbæ og enda leið sína þar. Brottfarartímar breytist því og vagninn fari nú af stað frá Lækjartorgi B klukkan 1:30, 2:35 og 3:40.

Næturstrætó var eitt sinn ekið um allt höfuðborgarsvæðið en í október árið 2022 ákvað stjórn Strætó bs. að leggja hann niður, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við.

Í febrúar þessa árs hóf næturstrætó aftur göngu sína, en þá aðeins í Reykjavík. Borgarstjórn hafði þá gert sams konar þjónustusamning við Strætó og Mosfellsbær. Talið er að næturstrætó kosti Reykjavíkurborg sextíu milljónir króna á ári.


Tengdar fréttir

Mos­fellingar semja um nætur­strætó

Mosfellingar hyggjast taka upp akstur næturstrætó á nýjan leik líkt og Reykvíkingar hafa gert. Bæjarstjóri segir þetta öryggismál fyrir ungt fólk.

Sex­tíu milljónir á ári fyrir nætur­strætó

Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×