Hjólastólavinir leigðu sér þyrlu til að hitta mótorhjólavini sína Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 21:00 Hjörtur og Guðni með félögum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum í Galtalæk í gærkvöldi. Aðsend Tveir vinir í hjólastólum, sem báðir slösuðust í sitt hvoru slysinu á mótorhjólum í byrjun sumars komu vinum sínum í BMW mótorhjólaklúbbnum heldur betur á óvart í gærkvöldi þegar þeir mættu á þyrlu í Galtalækjarskóg til að taka þátt í veislu klúbbsins. Þyrlan, sem félagarnir leigðu frá Reykjavík kom við á Selfoss og sótti fréttamann og svo var haldið beint í Galtalæk í Rangárþingi ytra og þar datt andlitið nánast af mönnum þegar þeir sáu þyrluna koma og félagana sína tvo í hjólastólunum koma út úr þyrlunni. Til að hafa húmorinn í lagi var þyrlan merkt sem Sjúkradeildin enda félagarnir búnir að vera meira og minna á sjúkrahúsi og á Grensás í sumar. Hér erum við að tala um þá Guðna Þorbjörnsson og Hjört L. Jónsson, sem báðir eru í hjólastólum eftir sitt hvort mótorhjólaslysið en þeir vonast þó báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma eftir mikla endurhæfingu. Þeim var vel fagnað við þyrluna af félögum sínum í BMW Mótorhjólaklúbbnum með allskonar faðmlögum „Það átti eiginlega engin von á þessu en þessir drengir klikka ekki á einu eða neinu, það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir bara ganga í hlutina og klára þá,” segir Guðmundur Ragnarsson, formaður BMW mótorhjólaklúbbsins. Hjörtur (t.v.) og Guðni, sem eru báðir í hjólastólum eftir sitthvort mótorhjólaslysið fyrr í sumar. Þeir vonast báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum búnir að sitja saman inni í allt sumar,” segir Hjörtur og bætir Guðni við „á Landspítalanum og sjúkra eitthvað.“ „Ég var mjög veikur þannig að ég endaði líka í hjólastól og var með honum á spítalanum,” segir Guðni. Og þið eruð saman í þessum skrýtna karlahóp? „Já, þetta er mjög flottur hópur og þetta eru okkar traustustu og bestu vinir, sem við eigum,“ segir Guðni. „Við söknuðum þeirra svo mikið að við ákváðum að hitta þá hér í kvöld,“ bætir Hjörtur við. „Það eina sem við gátum gert var að fá þyrlu til að skutla okkur hingað og hitta vinina og hérna erum við,” segir Guðni alsæll. Félagar þeirra Guðna og Hjartar áttu ekki til orð þegar þeir komu á þyrlunni í Galtalæk til að hitta þá til að eiga góða stund með þeim. Mikið var hlegið og fíflast í þessa klukkustund, sem stoppað var á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þyrluflugmaðurinn hafði gaman af fluginu. „Já, já, maður lætur plata sig út í allskonar. Þetta er mjög skemmtilegt enda mjög góður hópur, sem við erum að hitta hérna og búið að vera mjög gaman bara,” segir Reynir Freyr Pétursson, þyrluflugmaður hjá HeliAir Iceland. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Þyrlan, sem félagarnir leigðu frá Reykjavík kom við á Selfoss og sótti fréttamann og svo var haldið beint í Galtalæk í Rangárþingi ytra og þar datt andlitið nánast af mönnum þegar þeir sáu þyrluna koma og félagana sína tvo í hjólastólunum koma út úr þyrlunni. Til að hafa húmorinn í lagi var þyrlan merkt sem Sjúkradeildin enda félagarnir búnir að vera meira og minna á sjúkrahúsi og á Grensás í sumar. Hér erum við að tala um þá Guðna Þorbjörnsson og Hjört L. Jónsson, sem báðir eru í hjólastólum eftir sitt hvort mótorhjólaslysið en þeir vonast þó báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma eftir mikla endurhæfingu. Þeim var vel fagnað við þyrluna af félögum sínum í BMW Mótorhjólaklúbbnum með allskonar faðmlögum „Það átti eiginlega engin von á þessu en þessir drengir klikka ekki á einu eða neinu, það er alveg sama hvað þeir taka sér fyrir hendur, þeir bara ganga í hlutina og klára þá,” segir Guðmundur Ragnarsson, formaður BMW mótorhjólaklúbbsins. Hjörtur (t.v.) og Guðni, sem eru báðir í hjólastólum eftir sitthvort mótorhjólaslysið fyrr í sumar. Þeir vonast báðir til að losna úr stólunum með tíð og tíma.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum búnir að sitja saman inni í allt sumar,” segir Hjörtur og bætir Guðni við „á Landspítalanum og sjúkra eitthvað.“ „Ég var mjög veikur þannig að ég endaði líka í hjólastól og var með honum á spítalanum,” segir Guðni. Og þið eruð saman í þessum skrýtna karlahóp? „Já, þetta er mjög flottur hópur og þetta eru okkar traustustu og bestu vinir, sem við eigum,“ segir Guðni. „Við söknuðum þeirra svo mikið að við ákváðum að hitta þá hér í kvöld,“ bætir Hjörtur við. „Það eina sem við gátum gert var að fá þyrlu til að skutla okkur hingað og hitta vinina og hérna erum við,” segir Guðni alsæll. Félagar þeirra Guðna og Hjartar áttu ekki til orð þegar þeir komu á þyrlunni í Galtalæk til að hitta þá til að eiga góða stund með þeim. Mikið var hlegið og fíflast í þessa klukkustund, sem stoppað var á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þyrluflugmaðurinn hafði gaman af fluginu. „Já, já, maður lætur plata sig út í allskonar. Þetta er mjög skemmtilegt enda mjög góður hópur, sem við erum að hitta hérna og búið að vera mjög gaman bara,” segir Reynir Freyr Pétursson, þyrluflugmaður hjá HeliAir Iceland. Reynir Freyr Pétursson þyrluflugmaður hjá HeilAir Iceland, sem flaug með félagana í Galtalæk og hafði gaman af.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira