Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir niðurstöðurnar ekki koma að óvart enda hafi ferðaþjónustan farið hratt af stað eftir kórónuveirufaraldurinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðaþjónustunni um málið, tökum borgarbúa tali og ræðum við framkvæmdastjóra Landverndar.

Reykjavíkurborg getur ekki tekið við þjónustusviptu flóttafólki án samnings eða samtals segir formaður borgarráðs. Ömurlegt sé að horfa upp á fólk í viðkvæmri stöðu á götunni.

Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur búsettur á eyjunni segir hræðilegt að horfa upp á eyjuna brenna. Á sama tíma finnur fólk í „ferðamannabúbblunni “ á Amerísku ströndinni lítið fyrir ástandinu.

Við ræðum einnig við framkvæmdastjóra hjá Isavia en fyrirtækið hefur farið fram á að þriðjungur skógarins í Öskjuhlíð verði felldur og hittum tvíbura sem fóru nýlega á tvíburahátíð í Bandaríkjunum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×