Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Kristinn Haukur Guðnason og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 16. ágúst 2023 21:58 Magnús Tumi segir að búast megi við litlu gosi í Öskju. Arnar Halldórsson Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. Magnús Tumi bendir á að Torfajökull hafi tekið út svolitla útþenslu fyrir fimm árum síðan. Almennt séð sé eldstöðin frekar róleg og aðeins gosið um tíu til fimmtán sinnum á undanförnum tíu þúsund árum. Magnið sé álíka og Katla eða Grímsvötn framleiði á einni öld. „Þetta gæti verið bara eitthvað lítið og hætt en gæti orðið eitthvað meira,“ segir Magnús Tumi um landrisið í jöklinum. „Ef þetta leiðir til goss þá þarf mjög mikið að gerast á undan til þess að við teljum það líklegt. Flestir svona atburðir leiða ekki til goss. Það eru miklu fleiri atburðir þar sem safnast svolítil kvika en svo deyr það út. Það er ekkert að fara að gjósa á morgun í Torfajökli.“ Magnús Tumi segist ekki útiloka að ágætis gos gæti orðið í Torfajökli á næstunni en almennt séu gosin þar lítil eða meðalstór. „Stærsta gosið þar var svipað og Eyjafjallajökulsgosið fyrir tólf árum,“ segir hann. Askja komin lengra Hann segir Öskju hins vegar komna lengra í ferlinu. Askja hafi verið að þenjast út í tvö ár. „Askja seig í fimmtíu ár og var hálf tóm. Nú er hún að fyllast aftur en er ekki orðin full. Það sem líklegast er að gerist í Öskju er að það verði lítið gos,“ segir Magnús Tumi um stöðuna þar. „Það er ólíklegt að það verði stórt sprengigos. Það gerðist þar fyrir hundrað og fimmtíu árum og við þekkjum ekki nein dæmi um að það komi tvö umtalsverð súr gos úr sömu eldstöðinni með minna en þúsund ára millibili.“ Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Askja Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Magnús Tumi bendir á að Torfajökull hafi tekið út svolitla útþenslu fyrir fimm árum síðan. Almennt séð sé eldstöðin frekar róleg og aðeins gosið um tíu til fimmtán sinnum á undanförnum tíu þúsund árum. Magnið sé álíka og Katla eða Grímsvötn framleiði á einni öld. „Þetta gæti verið bara eitthvað lítið og hætt en gæti orðið eitthvað meira,“ segir Magnús Tumi um landrisið í jöklinum. „Ef þetta leiðir til goss þá þarf mjög mikið að gerast á undan til þess að við teljum það líklegt. Flestir svona atburðir leiða ekki til goss. Það eru miklu fleiri atburðir þar sem safnast svolítil kvika en svo deyr það út. Það er ekkert að fara að gjósa á morgun í Torfajökli.“ Magnús Tumi segist ekki útiloka að ágætis gos gæti orðið í Torfajökli á næstunni en almennt séu gosin þar lítil eða meðalstór. „Stærsta gosið þar var svipað og Eyjafjallajökulsgosið fyrir tólf árum,“ segir hann. Askja komin lengra Hann segir Öskju hins vegar komna lengra í ferlinu. Askja hafi verið að þenjast út í tvö ár. „Askja seig í fimmtíu ár og var hálf tóm. Nú er hún að fyllast aftur en er ekki orðin full. Það sem líklegast er að gerist í Öskju er að það verði lítið gos,“ segir Magnús Tumi um stöðuna þar. „Það er ólíklegt að það verði stórt sprengigos. Það gerðist þar fyrir hundrað og fimmtíu árum og við þekkjum ekki nein dæmi um að það komi tvö umtalsverð súr gos úr sömu eldstöðinni með minna en þúsund ára millibili.“
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Askja Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent