Farþegar selfluttir í land: Reykjavíkurhöfn stútfull af skemmtiferðaskipum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 16:48 Eitt skipanna þarf að sætta sig við að liggja utar við höfnina þar sem hafnarplássið er uppurið. Vísir/Vilhelm Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða. Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclipse 2 og Ocean Majesty, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra vegna málsins en fréttastofu hafa borist myndir og ábendingar frá vegfarendum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmtiferðaskip liggja nú við Reykjavíkurhöfn. Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm Segir ferðaþjónustuna tilbúna í viðræður um skemmtiferðaskip 3.502 ferðamenn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclipse og 621 um borð í Ocean Majesty. Töluverð umræða hefur átt sér stað um fjölda skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunarvaldur Evrópu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að nú sé háannatími þegar viðkemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykjavíkurhöfn sýni fram á það. „Ferðaþjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á innviði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum tilbúin í samræður um það hvernig sé hægt að stýra umferð slíkra skipa hingað til lands.“ Gríðarleg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á farþegafjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarnheiður segir fjölda skipa alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga og hafnarstjóra eins og staðan sé núna. Farþegar skemmtiferðaskipa séu gjarnan selfluttir í land úti á landi þó það sé ekki algengt í Reykjavík. „En það er greinilega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórnvöld að skoða fyrirkomulagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“ Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Reykjavík Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Skemmtiferðaskipin sem um ræðir eru MSC Preziosa, MS Fram, Scenic Eclipse 2 og Ocean Majesty, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Ekki náðist í Gunnar Tryggvason, hafnarstjóra vegna málsins en fréttastofu hafa borist myndir og ábendingar frá vegfarendum sem hafa gefið því gaum hve mörg skemmtiferðaskip liggja nú við Reykjavíkurhöfn. Skipin sem um ræðir eru engin smásmíði. Vísir/Vilhelm Segir ferðaþjónustuna tilbúna í viðræður um skemmtiferðaskip 3.502 ferðamenn eru um borð í Preziosa, 254 í MS Fram, 228 í Scenic Eclipse og 621 um borð í Ocean Majesty. Töluverð umræða hefur átt sér stað um fjölda skemmtiferðaskipa sem leggja leið sína hingað til lands og fréttir fluttar af því að þau séu meðal annars mesti mengunarvaldur Evrópu. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að nú sé háannatími þegar viðkemur komu slíkra skipa til landsins og staðan í Reykjavíkurhöfn sýni fram á það. „Ferðaþjónustan gerir sér grein fyrir því að of mikið álag á innviði skaðar greinina sjálfa. Við viljum það alls ekki og erum tilbúin í samræður um það hvernig sé hægt að stýra umferð slíkra skipa hingað til lands.“ Gríðarleg aukning hafi orðið á komu slíkra skipa hingað til lands. Hingað hafi orðið 40 prósent aukning á farþegafjölda slíkra skipa hingað til lands á einu ári. Bjarnheiður segir fjölda skipa alfarið í höndum viðkomandi sveitarfélaga og hafnarstjóra eins og staðan sé núna. Farþegar skemmtiferðaskipa séu gjarnan selfluttir í land úti á landi þó það sé ekki algengt í Reykjavík. „En það er greinilega mikið að gera ef að höfnin er sprungin. Við höfum skilning á þeim þrýsting sem hefur myndast á stjórnvöld að skoða fyrirkomulagið á komu þessara skipa til landsins og ég held að það væri bara af hinu góða.“ Selflytja þarf farþega eins skipsins í land. Vísir/Vilhelm
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Hafnarmál Reykjavík Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira