„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 10:26 Steinunn segist fegin að hafa bara smakkað eitt ber. Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna. „Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi. Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Mér líður ágætlega. Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu en ég smakkaði bara eitt ber og það var voða lítið bragð af því. Það var ekkert eins og krækiber eða svoleiðis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir, eldri borgari sem búsett er í Hveragerði í samtali við Vísi. Steinunn birti mynd af plöntunni á Facebook hópnum „Ræktaðu garðinn þinn - Garðyrkjuráðgjöf“ í gær. Þar spurðist hún fyrir um hvaða planta þetta væri en plantan birtist inn í plastgróðurhúsi hjá syni hennar í Biskupstungum. „Berin eru svört á stærð við stór krækiber, bragðlítil. Plantan er ansi ótótleg enda líklega ekki fengið fyrsta flokks aðhlynningu.“ Sjálfur Hafsteinn Hafliðason, einn frægasti garðyrkjumaður landsins, svaraði Steinunni um hæl. Þarna væri á ferðinni Solanum nigrum, eða húmjúrt sem ber hvít blóm, svört ber og hært lauf. „Berin eitruð - og reyndar öll plantan líka. Veldur ofskynjunum, ógleði og iðraverkjum ef hún kemst í meltingarveg. Í miklu magni - ein matskeið af berjum - getur valdið andnauð og hjartastoppi....“ Húmjurtin er afar falleg, þó hún sé eitruð.Vísir/Getty Plantan verði fjarlægð „Maður þarf að passa sig á þessu. Maður á auðvitað ekki að vera að smakka neitt sem maður þekkir ekki. Við skildum bara ekkert í þessu hvernig þetta barst þarna inn og dettur engum neitt í hug. Hún er svona hálfgerð drusla þessi planta en hefur náð að þroska þarna ber.“ Steinunn segir að plantan verði fjarlægð, barnabarnanna vegna. „Maður hefur auðvitað fyrst og fremst áhyggjur af þeim, litlu krökkunum, þannig að við fjarlægum þetta bara.“ Steinunn hefur verið virkur meðlimur í Facebook hópnum þar sem hún hefur spurst fyrir um ýmsar plöntur og birt af þeim myndir. Hún segist hvergi bangin þrátt fyrir þessa uppákomu. „Þetta er svo skemmtilegur vefur því að manni er alltaf svarað og svona. Þetta er rosalega sniðugt.“ Hefurðu alltaf haft mikinn áhuga á plöntum? „Alltaf. Mjög mikinn. Þó ég hafi svo sem ekkert vit á þeim. Eins og þetta sýnir,“ segir Steinunn hlæjandi.
Hveragerði Blóm Garðyrkja Eldri borgarar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði