Lífið

Nýtur þess að hjóla og taka upp kjánaskap í umferðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bragi stillir ávallt á upptöku á leiðinni í og úr vinnu.
Bragi stillir ávallt á upptöku á leiðinni í og úr vinnu.

Á leið sinni í vinnu á hjóli tekur hjólreiðamaðurinn Bragi Gunnlaugsson upp umferðina á myndband og sýnir á samfélagsmiðlum. Árekstrar og ýmsar furðulegar uppákomur eru daglegt brauð að hans sögn.

Sindri Sindrason hitti Braga í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk til að mynda að sjá nokkur myndbönd þar sem sjá má nokkuð harða árekstra. Bragi sýnir einnig hvernig fólk á til að leggja bifreiðum sínum sem getur verið vægast sagt skrautlegt.

„Ég verð kannski ekki pirraður, mér finnst aðallega svo skemmtilegt að sýna frá þessu,“ segir Bragi um það hvernig fólk leggur bílum sínum, jafnvel fyrir gangandi vegfarendur og fleira í þeim dúr.

„Það er alveg magnað að geta ekki farið eina ferð í vinnuna án þess að ná einhverju áhugaverðu efni á leiðinni. Það er kannski ekki við fólk að sakast, við erum kannski svolítið að venjast þessu og læra að vera eitthvað annað en bílaþjóð.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem sjá má nokkur skrautleg myndbönd úr myndavél Braga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×