Páll Bergþórsson hundrað ára í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:44 Páll á 98 ára afmælisdegi sínum, þann 13. ágúst 2021. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri fagnar hundrað ára afmæli í dag. Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi. Tímamót Langlífi Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi.
Tímamót Langlífi Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira