Páll Bergþórsson fór í fallhlífarstökk: „Reynir meira á mann að ganga 100 metra“ Atli Ísleifsson skrifar 16. ágúst 2018 21:16 Páll stökk úr þriggja kílómetra hæð en flugvélin tók á loft frá Hellu. Mynd/Baldur Pálsson Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk í fyrsta sinn fyrr í dag. Páll er 95 ára gamall og kveðst mjög ánægður með að hafa látið vaða. „Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti. Þó ég hafi nú eiginlega lifað á loftinu allan tímann sem veðurfræðingur þá hef ég aldrei farið í loftköstum fyrr en núna. Ég mátti til með að prófa það,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll stökk úr flugvél sem tók á loft frá Hellu og segir hann stökkið hafa verið ljómandi skemmtilegt og miklu þægilegra og notalegra en hann hafði fyrirfram búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Hann stökk úr þriggja kílómetra hæð og segist hafa náð 200 kílómetra hraða á leiðinni niður áður en fallhlífin var opnuð. „Maður fann samt eiginlega ekkert fyrir því. Það var mikill vindur, en þetta var ljómandi skemmtilegt.“En hvað fær 95 ára gamlan mann til að prófa fallhlífarstökk í fyrsta skipti?„Það var tilviljun. Það voru menn sem ég þekki, sonur minn sem fór í þetta. Þá datt mér þetta í hug. Ég vissi ekki að hægt væri að fá svona þjónustu hér. Þegar ég vissi það þá var þetta ákveðið.“Nú hef ég ekki prófað fallhlífarstökk. Mælir þú með þessu?„Ég mæli með því.“Á ég ekki að bíða með það þar til að ég verð 95 ára?„Nei, þú skalt gera það heldur fyrr.“ Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk í fyrsta sinn fyrr í dag. Páll er 95 ára gamall og kveðst mjög ánægður með að hafa látið vaða. „Ég var að prófa þetta í fyrsta skipti. Þó ég hafi nú eiginlega lifað á loftinu allan tímann sem veðurfræðingur þá hef ég aldrei farið í loftköstum fyrr en núna. Ég mátti til með að prófa það,“ segir Páll í samtali við Vísi. Páll stökk úr flugvél sem tók á loft frá Hellu og segir hann stökkið hafa verið ljómandi skemmtilegt og miklu þægilegra og notalegra en hann hafði fyrirfram búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Hann stökk úr þriggja kílómetra hæð og segist hafa náð 200 kílómetra hraða á leiðinni niður áður en fallhlífin var opnuð. „Maður fann samt eiginlega ekkert fyrir því. Það var mikill vindur, en þetta var ljómandi skemmtilegt.“En hvað fær 95 ára gamlan mann til að prófa fallhlífarstökk í fyrsta skipti?„Það var tilviljun. Það voru menn sem ég þekki, sonur minn sem fór í þetta. Þá datt mér þetta í hug. Ég vissi ekki að hægt væri að fá svona þjónustu hér. Þegar ég vissi það þá var þetta ákveðið.“Nú hef ég ekki prófað fallhlífarstökk. Mælir þú með þessu?„Ég mæli með því.“Á ég ekki að bíða með það þar til að ég verð 95 ára?„Nei, þú skalt gera það heldur fyrr.“
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira