Innlent

Bíll í ljósum logum við Borgarfjarðarbrú

Ólafur Björn Sverrisson og Árni Sæberg skrifa
Bíllinn varð alelda á skömmum tíma.
Bíllinn varð alelda á skömmum tíma. skjáskot

Eldur kviknaði í jeppa, sem ekið var til norðurs rétt við Borgarfjarðarbrúna um klukkan hálf sex. 

Að sögn Heiðars Arnar Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð varð jeppinn fljótt alelda og er ónýtur.

Vísi barst eftirfarandi myndband af bílnum í ljósum logum:

Slökkvilið vinnur nú að því að slökkva glæður í jeppanum og hann verður fluttur með dráttarbíl þegar það verður talið öruggt. Einn var í jeppanum og engum varð meint af.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×