Fresta byggingu nýrrar Hamarshallar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. ágúst 2023 10:59 Gamla Hamarshöllin var uppblásin. Sú nýja mun ekki verða það, þegar hún rís. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar telur ekki raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar. Nauðsynlegt er talið að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar vegna aukinnar íbúafjölgunar og uppbyggingu á gervigrasvelli. Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“ Hveragerði Hamar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Bæjarstjórn metur svo að með þessu gefist betri tími til að undirbúa uppbyggingu Hamarshallarinnar. Minnihlutinn telur skýringu meirihlutans ranga og óboðlega. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá fundi þess frá því í morgun. Áður hafði bæjarstjórn hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar, en sú gamla var uppblásin og fauk í óveðri í febrúar í fyrra. Var tilboðum hafnað vegna þess að þau voru talin of há. Erfiðara efnahagsumhverfi nú „Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun.“ Þá segir í fundargerðinni að efnahagsumhverfið sé mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hafi verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. „Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.“ Gera athugasemdir við skýringu meirihlutans Eyþór H. Ólafsson, fulltrúi D-listans sem er í minnihluta, segist í bókun sinni á fundinum samþykkja að fallið sé frá samkeppnisviðræðunum. Það komi ekki á óvart, því legið hafi fyrir frá upphafi áður en byggingin var boðin út að framkvæmdin væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið. „Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði,“ skrifar Eyþór. „Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.“ Hann segir að í tíð fyrri meirihluta hafi verið unnið mikið að því að endurbæta núverandi skólphreinsistöð, sem ljóst hafi verið að sé ekki nægilega stór fyrir fjölgun íbúa sem orðið hefur undanfarin ár. Nýjum meirihluta hafi ekki borið gæfa til að halda áfram með þann bolta fyrr en mögulega núna. „Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.“
Hveragerði Hamar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira