Handjárnaður við handrið til að afla fylgjenda: „Ég er tilbúinn að gera allt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 15:44 Sindri segir nóttina ekki hafa verið svo slæma þrátt fyrir úrhellisrigningu. Hann gerir ráð fyrir að þurfa jafnvel að vera næstu fjóra daga handjárnaður í miðbænum. Vísir/Steingrímur Dúi Ungur maður hefur verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur í sólarhring. Hann er harðákveðinn í að vera þar þangað til hann hefur fengið þúsund áskrifendur að Youtube síðu sinni. „Ég er búinn að vera síðan þrjú í gær, þannig já, þetta eru eiginlega tuttugu og fjórir tímar,“ segir Sindri Levi Ingason sem heldur úti Youtube síðunni Sindri Levi. „Það er búið að vera mjög mikil rigning en ég er búinn að fá eitthvað um 230 áskrifendur og ég hætti ekki fyrr en ég er kominn upp í þúsund.“ Ég er svo spenntur, tilbúinn að gera allt sko. En hvers vegna skiptir svona miklu máli að fá þúsund fylgjendur? „Mig langar bara að koma þessu af stað, ég nenni ekki að bíða lengur, þetta er bara draumurinn minn. Mig langar bara virkilega að komast upp í milljón áskrifendur til dæmis, það væri bara geggjað.“ Varðandi tímasetninguna á gjörningnum segist Sindri ekki hafa hugsað út í að það væri Verslunarmannahelgi, hann hafi reyndar ekki vitað af því. Svaf ekkert í nótt Aðspurður um hvers konar efni sé á Youtube síðunni segir Sindri að enn sem komið er sé ekki neitt, en þetta „muni verða mjög stórt.“ Hann segir nóttina ekki hafa verið svo slæma þrátt fyrir að hann hafi ekkert sofið. Margir hafi komið með mat handa honum og spjallað. „Fólk er svo næs, það er það mesta sem ég hef lært af þessu,“ segir Sindri. Og þú ert alveg harðákveðinn í því að þú ferð ekki héðan fyrr en fylgjendurnir eru orðnir þúsund? „Já, það er ekki séns.“ Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Ég er búinn að vera síðan þrjú í gær, þannig já, þetta eru eiginlega tuttugu og fjórir tímar,“ segir Sindri Levi Ingason sem heldur úti Youtube síðunni Sindri Levi. „Það er búið að vera mjög mikil rigning en ég er búinn að fá eitthvað um 230 áskrifendur og ég hætti ekki fyrr en ég er kominn upp í þúsund.“ Ég er svo spenntur, tilbúinn að gera allt sko. En hvers vegna skiptir svona miklu máli að fá þúsund fylgjendur? „Mig langar bara að koma þessu af stað, ég nenni ekki að bíða lengur, þetta er bara draumurinn minn. Mig langar bara virkilega að komast upp í milljón áskrifendur til dæmis, það væri bara geggjað.“ Varðandi tímasetninguna á gjörningnum segist Sindri ekki hafa hugsað út í að það væri Verslunarmannahelgi, hann hafi reyndar ekki vitað af því. Svaf ekkert í nótt Aðspurður um hvers konar efni sé á Youtube síðunni segir Sindri að enn sem komið er sé ekki neitt, en þetta „muni verða mjög stórt.“ Hann segir nóttina ekki hafa verið svo slæma þrátt fyrir að hann hafi ekkert sofið. Margir hafi komið með mat handa honum og spjallað. „Fólk er svo næs, það er það mesta sem ég hef lært af þessu,“ segir Sindri. Og þú ert alveg harðákveðinn í því að þú ferð ekki héðan fyrr en fylgjendurnir eru orðnir þúsund? „Já, það er ekki séns.“
Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira