Innlent

Fylla heilu pokana af makríl frá morgni til kvölds

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þeim Axel, Pétri og Jóhanni hafði gefist vel í veiði þegar fréttastofa ræddi við þá. 
Þeim Axel, Pétri og Jóhanni hafði gefist vel í veiði þegar fréttastofa ræddi við þá. 

Tugir veiði­manna á öllum aldri kepptust við að fylla heilu pokana af makríl á bryggjunni við Kefla­víkur­höfn í dag. Reyndari veiði­menn segja verslunar­manna­helgina þá bestu til makríl­veiða.

Höfnin var þétt setin og hafa margir dorgað frá morgni til kvölds síðustu viku eða frá því að makríll fór að láta sjá sig. „Þetta er fjórði dagurinn í dag,“ sagði einn veiði­mannanna. Annar sagðist ætla að elda makrílinn og gefa vinum sínum í kvöld.

Það veiddist nóg af makríl og veiði­menn voru á öllum aldri og frá öllum heims­hornum. Hinir ungu gáfu hinum eldri ekkert eftir.

„Við komum um tólf og við erum búnir að veiða um það bil hundrað fiska. Við erum búnir að selja þá og fengum 5000 kall fyrir þetta,“ sögðu strákarnir Axel, Daníel og Jóhann.

Þeir ætla að mæta aftur á morgun að veiða og selja. Annar strákur að nafni Darri segir að trixið sé að vera þolin­móður og bíða en enginn af strákunum er sér­stak­lega hrifinn af bragðinu.

„Mér finnst hann ekkert sér­stakur. Ég er ekki mikill fiska­kall en ég elska að veiða.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×