Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir Stöðvar 2 á slaginu 18:30.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

For­maður Þroska­hjálpar segir úr­ræða­leysið í geð­heil­brigðis­málum of mikið og að yfir­völd verði að bregðast við í fram­haldi af frétt Stöðvar 2 í gær­kvöldi um konu sem veldur sér sjálf­skaða með því að klóra sér í and­litinu. For­stöðu­kona geð­sviðs Land­spítala segir engum vísað frá, heldur sé reynt að finna fólki réttan stað og úr­ræði.

Íbúi í Vestur­bæ Reykja­víkur er orðin lang­þreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyði­lagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barna­barna. Hún kallar eftir vitundar­vakningu og á­taki til að út­rýma svo­kallaðri Bjarnar­kló.

Við tökum íbúa á höfuð­borgar­svæðinu tali og for­vitnumst um plön þeirra fyrir verslunar­manna­helgina, við lítum við á bryggjunni í Reykja­nes­bæ þar sem fjöldi fólks á öllum aldrei veiddi markíl í blíðunni í dag og hittum Bubba Morthens, Aron Can og Helga Björns, þó ekki söngvarana, á sveita­bæ á Suður­landi.

Svo sjáum við ofsa­úr­komu í Kína og kynnum okkur nýtt matar­sóunar­app.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×