Gengst við hvellinum sem hvekkti íbúa í Hafnarfirði Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 06:40 Umrædd náma er við Krýsuvíkurveg. vísir/vilhelm Margir íbúar í Vallarhverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegis á þriðjudag vegna sprengingar sem heyrðist vel í suðurhluta bæjarins. Í fyrstu var óljóst hver uppruni hljóðsins var en nú liggur fyrir að það hafi að öllum líkindum borist frá Vatnsgarðsnámum við Krýsuvíkurveg. Framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar staðfestir að hvellur hafi heyrst frá dýnamítsprengju í malarnámu fyrirtækisins í Vatnsgarðsnámum á þessum tíma. Engin hætta hafi verið á ferðum. Þetta segir Hörður Pétursson í samtali við RÚV. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að vinna við reglulega berglosun í námunni á þriðjudag sem hafi verið í notkun í áratugi. Hann bætir við að sprengt sé þar einu sinni til tvisvar í mánuði að jafnaði og ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð. Sprengingin var meðal annars rædd á íbúahópi Vallarhverfisins á samfélagsmiðlinum Facebook á þriðjudag. Þar lýstu íbúar því að sprengingin hafi verið afar hávær og heyrst vel um hverfið. Þá sagðist einn íbúa hafa séð mikinn moldarstrók upp við námur í átt að Krýsuvík og líklegt að þangað megi rekja sprenginguna. Haft er eftir Herði í frétt RÚV að sennilega hafi verið um ryk og moldaryk frá námunni að ræða en óvenjuþurrt hefur verið á svæðinu að undanförnu. Einn íbúa sem Vísir ræddi við á þriðjudag sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eldgosatímum líkt og þessum þar sem Vallarhverfi hefði oft verið nefnt í sömu andrá og möguleg gos á Reykjanesskaga. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar staðfestir að hvellur hafi heyrst frá dýnamítsprengju í malarnámu fyrirtækisins í Vatnsgarðsnámum á þessum tíma. Engin hætta hafi verið á ferðum. Þetta segir Hörður Pétursson í samtali við RÚV. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að vinna við reglulega berglosun í námunni á þriðjudag sem hafi verið í notkun í áratugi. Hann bætir við að sprengt sé þar einu sinni til tvisvar í mánuði að jafnaði og ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð. Sprengingin var meðal annars rædd á íbúahópi Vallarhverfisins á samfélagsmiðlinum Facebook á þriðjudag. Þar lýstu íbúar því að sprengingin hafi verið afar hávær og heyrst vel um hverfið. Þá sagðist einn íbúa hafa séð mikinn moldarstrók upp við námur í átt að Krýsuvík og líklegt að þangað megi rekja sprenginguna. Haft er eftir Herði í frétt RÚV að sennilega hafi verið um ryk og moldaryk frá námunni að ræða en óvenjuþurrt hefur verið á svæðinu að undanförnu. Einn íbúa sem Vísir ræddi við á þriðjudag sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eldgosatímum líkt og þessum þar sem Vallarhverfi hefði oft verið nefnt í sömu andrá og möguleg gos á Reykjanesskaga.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57