Vaknaði við hlið látins sambýlismanns: Klórar sig ítrekað til blóðs en fær enga hjálp Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 19:17 Sigþrúður hefur enga aðstoð fengið við sárunum í andlitinu nema sýklalyf. Svandís segir hana ekki geta beðið lengur. Vísir/Einar Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn Það var í byrjun mars á þessu ári sem Sigþrúður Sigurðardóttir vaknaði við sambýlismann sinn látinn í rúminu við hliðina á sér. Allt frá þeim tíma hefur hún átt við mikil andleg veikindi að stríða og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Hún vaknaði við hliðina á honum dánum og hann er auðvitað farin að blána og stirðna og svona og hún fékk svona svakalega mikið áfall og byrjaði þá að klóra sér í andlitinu alltaf þegar henni líður illa, og það er þess vegna sem hún er svona illa farin,“ segir Svandís Ásta Jónsdóttir, vinkona Sigþrúðar og fyrrverandi nágrannakona, en hún hefur aðstoðað hana síðustu mánuði við að leita sér aðstoðar. Hún býr núna í félagslegri íbúð og fær ýmsa aðstoð en hefur ekki frá því að hún upplifði þetta áfall fengið nokkra áfallahjálp, sálfræðimeðferð eða almennilega sárameðferð við sárunum í andlitinu. En auk þessa áfalls var hún beitt miklu ofbeldi af manninum sem hún bjó með; andlegu, og kynferðislegu. Sigþrúður segist sjálf vilja fá að tala við sálfræðing sem fyrst. Vísir/Einar Sigþrúður segir ekki mikið en spurð hvort hún hafi viljað sálfræðiaðstoð játar hún því. „Mér hefði liðið betur.“ Finnst þér þú enn þurfa þess? „Já, svo sannarlega.“ Svandís kynntist Sigþrúði þegar þær voru nágrannar og hefur allt frá andláti sambýlismanns hennar reynt að aðstoða hana. Þær hafa leitað á læknavakt og heilsugæsluna þar sem hjúkrunarfræðingar gátu ekki eða treystu sér ekki til að gera að sárum hennar en gáfu þeim sýklalyf og vísuðu þeim á bráðamóttöku Landspítalans. „Hún var tekin inn og fékk eina sýklalyfjasprautu og var sett í sturtu og þvegið á henni hárið, og ég bað þær að klippa á henni neglurnar, svo hún gæti ekki klórað sér í framan,“ segir Svandís. Send heim með svefnlyf Eftir það var þeim vísað á geðdeild þar sem þeim var sagt að ekki væri veitt áfallahjálp. „Hún var spurð hvort hún hugsi um að fremja sjálfsmorð og hvort hún sofi. Hún var ekki spurð hvernig henni líður og ég spurði hvort hún gæti fengið áfallahjálp,“ segir Svandís og að þær hafi mætt leiðinlegu viðmóti á geðdeildinni en Sigþrúður send heim með svefnlyf. „Eina sem það hjálpar henni að gera er að sofa. Hún þarf að fá einhverja viðeigandi meðferð.“ Sigþrúður er eins og stendur á bið eftir því að fá sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og innlögn í sárameðferð, en Svandís telur hana ekki geta beðið mikið lengur. Andlitið er hulið sárum og bólgið eftir langvarandi meiðsli. Vísir/Einar Svandís segist í góðu sambandi við félagsráðgjafa Sigþrúðar og að hún sé að reyna koma henni í sálfræðimeðferð, og auk þess sé hún komin á bið hjá EMDR stofunni. „En það er ekkert að gerast akkúrat núna,“ segir Svandís og að það gildi líka um sárin í andlitinu. „Það er eins og það treysti sér enginn til að gera að sárunum hennar,“ segir Svandís og að hún hafi reynt að aðstoða hana með kremum sem Sigþrúði svíði þó mikið undan. „Það er hræðilegt að þurfa að vera svona í andlitinu. Þetta er svo góð stelpa og ég finn svo mikið til með henni, og vorkenni svo mikið, og mig langar svo að hún fái hjálp,“ segir Svandís einlæg og að henni þyki heilbrigðiskerfið alveg hafa brugðist Sigþrúði. „Mér finnst þetta mjög lélegt. Hún er manneskja með tilfinningar og þarf á hjálp að halda. Heilbrigðiskerfið á að veita þessa hjálp og mér finnst þetta til háborinnar skammar.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Félagsmál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Það var í byrjun mars á þessu ári sem Sigþrúður Sigurðardóttir vaknaði við sambýlismann sinn látinn í rúminu við hliðina á sér. Allt frá þeim tíma hefur hún átt við mikil andleg veikindi að stríða og stundað sjálfsskaða í andlitinu. „Hún vaknaði við hliðina á honum dánum og hann er auðvitað farin að blána og stirðna og svona og hún fékk svona svakalega mikið áfall og byrjaði þá að klóra sér í andlitinu alltaf þegar henni líður illa, og það er þess vegna sem hún er svona illa farin,“ segir Svandís Ásta Jónsdóttir, vinkona Sigþrúðar og fyrrverandi nágrannakona, en hún hefur aðstoðað hana síðustu mánuði við að leita sér aðstoðar. Hún býr núna í félagslegri íbúð og fær ýmsa aðstoð en hefur ekki frá því að hún upplifði þetta áfall fengið nokkra áfallahjálp, sálfræðimeðferð eða almennilega sárameðferð við sárunum í andlitinu. En auk þessa áfalls var hún beitt miklu ofbeldi af manninum sem hún bjó með; andlegu, og kynferðislegu. Sigþrúður segist sjálf vilja fá að tala við sálfræðing sem fyrst. Vísir/Einar Sigþrúður segir ekki mikið en spurð hvort hún hafi viljað sálfræðiaðstoð játar hún því. „Mér hefði liðið betur.“ Finnst þér þú enn þurfa þess? „Já, svo sannarlega.“ Svandís kynntist Sigþrúði þegar þær voru nágrannar og hefur allt frá andláti sambýlismanns hennar reynt að aðstoða hana. Þær hafa leitað á læknavakt og heilsugæsluna þar sem hjúkrunarfræðingar gátu ekki eða treystu sér ekki til að gera að sárum hennar en gáfu þeim sýklalyf og vísuðu þeim á bráðamóttöku Landspítalans. „Hún var tekin inn og fékk eina sýklalyfjasprautu og var sett í sturtu og þvegið á henni hárið, og ég bað þær að klippa á henni neglurnar, svo hún gæti ekki klórað sér í framan,“ segir Svandís. Send heim með svefnlyf Eftir það var þeim vísað á geðdeild þar sem þeim var sagt að ekki væri veitt áfallahjálp. „Hún var spurð hvort hún hugsi um að fremja sjálfsmorð og hvort hún sofi. Hún var ekki spurð hvernig henni líður og ég spurði hvort hún gæti fengið áfallahjálp,“ segir Svandís og að þær hafi mætt leiðinlegu viðmóti á geðdeildinni en Sigþrúður send heim með svefnlyf. „Eina sem það hjálpar henni að gera er að sofa. Hún þarf að fá einhverja viðeigandi meðferð.“ Sigþrúður er eins og stendur á bið eftir því að fá sálfræðiþjónustu, heimaþjónustu og innlögn í sárameðferð, en Svandís telur hana ekki geta beðið mikið lengur. Andlitið er hulið sárum og bólgið eftir langvarandi meiðsli. Vísir/Einar Svandís segist í góðu sambandi við félagsráðgjafa Sigþrúðar og að hún sé að reyna koma henni í sálfræðimeðferð, og auk þess sé hún komin á bið hjá EMDR stofunni. „En það er ekkert að gerast akkúrat núna,“ segir Svandís og að það gildi líka um sárin í andlitinu. „Það er eins og það treysti sér enginn til að gera að sárunum hennar,“ segir Svandís og að hún hafi reynt að aðstoða hana með kremum sem Sigþrúði svíði þó mikið undan. „Það er hræðilegt að þurfa að vera svona í andlitinu. Þetta er svo góð stelpa og ég finn svo mikið til með henni, og vorkenni svo mikið, og mig langar svo að hún fái hjálp,“ segir Svandís einlæg og að henni þyki heilbrigðiskerfið alveg hafa brugðist Sigþrúði. „Mér finnst þetta mjög lélegt. Hún er manneskja með tilfinningar og þarf á hjálp að halda. Heilbrigðiskerfið á að veita þessa hjálp og mér finnst þetta til háborinnar skammar.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Félagsmál Tengdar fréttir „Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
„Ef ekkert verður gert þá deyr einhver“ Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst. 28. júlí 2023 20:01