Mála Dalvíkurbyggð bleika í anda Barbie-æðisins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. ágúst 2023 10:38 Auður Ingvarsdóttir, Pétur Guðmundsson og Styrmir Níelsson, nemar í landslagsarkitektúr standa að baki verkefnisins. Auður Ingvarsdóttir Barbie-æðið sem nýlega hefur gert hefur vart við sig um heim allan er svo sannarlega komið til Dalvíkurbyggðar. Íbúar og gestir hafa orðið varir við bleikt skraut og bleika gangstétt víða um Dalvík, Árskógssand og Hauganes. Verkefnið, sem ber nafnið Bæjarrými, er úr smiðju þriggja nemenda í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og er framhald af rannsóknarverkefni sem unnið var árið 2021 af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur landslagsarkitekts sem heitir „Samfélagsmiðlar - Tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða.“ Útgangspunktur verkefnisins er að sögn þeirra að styrkja mannlíf og skapa skemmtilega og áhugaverða áningarstaði fyrir íbúa og ferðamenn á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi. Skreyttur Árskógssandur á sólardegi. Auður Ingvarsdóttir Markmið verkefnisins er að vekja athygli á vannýttum svæðum og rýmum innan þéttbýliskjarnanna í nánu samtali við íbúa. „Þar á meðal með viðhorfskönnun og íbúafundum sem gáfu góða mynd á hvað íbúum finnst aðkallandi og ábótavant í sínu nærumhverfi,“ segir í tilkynningu. Þá hafi til að mynda meirihluta fundist vanta upp á almenningsrými og gróður. Nemendurnir vekja athygli á því að leitast sé við að nota endurnýtanlegt efni frá fyrirtækjum innan sveitarfélagsins til byggingar á. Þá sé skærbleikur mest áberandi í anda hins mikla Barbie æðis sem nú teygir anga sína víða um heim. Áhugasamir geta fylgst áfram með verkefninu á Instagram eða á Facebook síðunni Bæjarrými í Dalvíkurbyggð. View this post on Instagram A post shared by Bæjarrými (@baejarrymi) Bíó og sjónvarp Dalvíkurbyggð Arkitektúr Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Verkefnið, sem ber nafnið Bæjarrými, er úr smiðju þriggja nemenda í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands. Það er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og er framhald af rannsóknarverkefni sem unnið var árið 2021 af Önnu Kristínu Guðmundsdóttur landslagsarkitekts sem heitir „Samfélagsmiðlar - Tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða.“ Útgangspunktur verkefnisins er að sögn þeirra að styrkja mannlíf og skapa skemmtilega og áhugaverða áningarstaði fyrir íbúa og ferðamenn á Dalvík, Árskógssandi og Hauganesi. Skreyttur Árskógssandur á sólardegi. Auður Ingvarsdóttir Markmið verkefnisins er að vekja athygli á vannýttum svæðum og rýmum innan þéttbýliskjarnanna í nánu samtali við íbúa. „Þar á meðal með viðhorfskönnun og íbúafundum sem gáfu góða mynd á hvað íbúum finnst aðkallandi og ábótavant í sínu nærumhverfi,“ segir í tilkynningu. Þá hafi til að mynda meirihluta fundist vanta upp á almenningsrými og gróður. Nemendurnir vekja athygli á því að leitast sé við að nota endurnýtanlegt efni frá fyrirtækjum innan sveitarfélagsins til byggingar á. Þá sé skærbleikur mest áberandi í anda hins mikla Barbie æðis sem nú teygir anga sína víða um heim. Áhugasamir geta fylgst áfram með verkefninu á Instagram eða á Facebook síðunni Bæjarrými í Dalvíkurbyggð. View this post on Instagram A post shared by Bæjarrými (@baejarrymi)
Bíó og sjónvarp Dalvíkurbyggð Arkitektúr Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira