Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kolbeinn Tumi les kvöldfréttir á slaginu hálf sjö.
Kolbeinn Tumi les kvöldfréttir á slaginu hálf sjö.

Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraunið frá eldgosinu á Reykjanesi renni yfir lagnir og hitamæla sem búið er að leggja í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gígnum. Aldrei hefur slík tilraun verið gerð áður. Fjallað verður um tilraunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þar verður einnig rætt við bæjarfulltrúa í Kópavogi sem segir stöðuga þyrluumferð yfir bæinn helst minna á óþolandi nágranna. Við leitum svara hjá framkvæmdastjóra þyrlufyrirtækis í beinni útsendingu.

Við segjum einnig frá fíkniefnamálum sem lögregla er nú með til rannsóknar og ræðum við afbrotafræðing um tíðar fréttir af kókaínsmygli hingað til lands, sem virðist vera að aukast. 

Þá fjöllum við um smáforrit sem gerir notendum kleift að gerast rannsóknarlögreglumenn, bát sem var smíðaður á þarsíðustu öld og er enn með fiskveiðiheimild og verðlaunahesta sem kvöddu eigendur sína á Keflavíkurflugvelli í gær.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu hér á Vísi, og á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×