Paul Reubens sem lék Pee-wee Herman látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. júlí 2023 17:56 Reubens var lang þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-wee Herman. AP Bandaríski leikarinn Paul Reubens lést í gær sjötugur að aldri. Hann var þekktastur fyrir að leika persónuna Pee-wee Herman á níunda áratugnum en féll um tíma úr náðinni eftir handtöku. Reubens lést eftir baráttu við krabbamein en ekki hafði verið greint frá því áður að hann væri að kljást við sjúkdóminn. Leikarinn og grínistinn var fæddur í Peekskill í New York árið 1952 inn í gyðingafjölskyldu. Á áttunda áratugnum byrjaði hann að koma fram sem grínisti í klúbbum og sjónvarpsþáttum. Árið 1980 hófst kvikmyndaferillinn hans með litlu hlutverki í kvikmyndinni The Blues Brothers. Reubens bjó til persónuna Pee-wee Herman og sást hún fyrst á sviði þegar Reubens kom fram með sviðslistahópnum The Groundlings árið 1977. Árið 1980 birtist Pee-wee á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Cheech & Chong´s Next movie. Pee-wee varð sífellt stærri og stærri. Hann birtist í sínum eigin sjónvarpsþáttum, The Pee-wee Herman Show og kvikmyndinni Pee-wee´s Big Adventure eftir leikstjórann Tim Burton. Fróaði sér í kvikmyndahúsi Í júlí árið 1991 var Reubens handtekinn í borginni Sarasota í Flórída fylki fyrir að fróa sér í erótísku kvikmyndahúsi. Reubens játaði glæp sinn og var dæmdur til 75 klukkustunda samfélagsvinnu. Reubens var í tvígang handtekinn vegna brota af kynferðislegum toga.AP Handtakan varð að stórfrétt og Reubens missti kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsingaverkefni í kjölfarið. Engu að síður voru margir kollegar hans í Hollywood sem komu honum til varnar. Umsvif Rubens í Hollywood voru langtum minni á tíunda áratugnum en þeim níunda en hann fékk þó ýmis verkefni, svo sem lítil hlutverk í kvikmyndum á borð við Batman Returns, Matilda og Mystery Men. Önnur handtaka Reubens virtist vera að snúa ferlinum aftur þegar hann lék í kvikmyndinni Blow árið 2001 og fékk mikið lof fyrir. Í nóvember árið 2002 var hann hins vegar aftur handtekinn, nú fyrir vörslu barnakláms. Lögreglan í Los Angeles gerði húsleit á heimili hans og tók 70 þúsund hluti. Þar á meðal ljósmyndir sem hún skilgreindi sem barnaklám og var Reubens ákærður fyrir vörslu kynferðislegs efnis sem sýndi barn undir 18 ára aldri. Lögmaður Reubens hafnaði þessu og sagði myndirnar vera svokallaða kitch list, og sumar myndirnar væru yfir 100 ára gamlar, nektarmyndir af ungum mönnum. Þær væru ekki kynferðislegar. Í marsmánuði árið 2004 var ákæran látin niður falla gegn því að Reubens játaði á sig minniháttar klámbrot. Var honum gert að tilkynna sig næstu þrjú árin hjá lögreglu og var bannað að vera einn í kringum börn. Vinsæll raddleikari Þrátt fyrir þetta var ferill Reubens ekki búinn. Reubens hefur leikið í fjölmörgum bíómyndum og sjónvarpsþáttum eftir þetta. Oft hefur hann komið fram sem raddleikari, bæði í teiknimyndum og í tölvuleikjum. Síðasta bíómyndin sem Reubens lék í var Netflix myndin Pee-wee´s Big Holiday árið 2016. Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Reubens lést eftir baráttu við krabbamein en ekki hafði verið greint frá því áður að hann væri að kljást við sjúkdóminn. Leikarinn og grínistinn var fæddur í Peekskill í New York árið 1952 inn í gyðingafjölskyldu. Á áttunda áratugnum byrjaði hann að koma fram sem grínisti í klúbbum og sjónvarpsþáttum. Árið 1980 hófst kvikmyndaferillinn hans með litlu hlutverki í kvikmyndinni The Blues Brothers. Reubens bjó til persónuna Pee-wee Herman og sást hún fyrst á sviði þegar Reubens kom fram með sviðslistahópnum The Groundlings árið 1977. Árið 1980 birtist Pee-wee á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni Cheech & Chong´s Next movie. Pee-wee varð sífellt stærri og stærri. Hann birtist í sínum eigin sjónvarpsþáttum, The Pee-wee Herman Show og kvikmyndinni Pee-wee´s Big Adventure eftir leikstjórann Tim Burton. Fróaði sér í kvikmyndahúsi Í júlí árið 1991 var Reubens handtekinn í borginni Sarasota í Flórída fylki fyrir að fróa sér í erótísku kvikmyndahúsi. Reubens játaði glæp sinn og var dæmdur til 75 klukkustunda samfélagsvinnu. Reubens var í tvígang handtekinn vegna brota af kynferðislegum toga.AP Handtakan varð að stórfrétt og Reubens missti kvikmynda, sjónvarpsþátta og auglýsingaverkefni í kjölfarið. Engu að síður voru margir kollegar hans í Hollywood sem komu honum til varnar. Umsvif Rubens í Hollywood voru langtum minni á tíunda áratugnum en þeim níunda en hann fékk þó ýmis verkefni, svo sem lítil hlutverk í kvikmyndum á borð við Batman Returns, Matilda og Mystery Men. Önnur handtaka Reubens virtist vera að snúa ferlinum aftur þegar hann lék í kvikmyndinni Blow árið 2001 og fékk mikið lof fyrir. Í nóvember árið 2002 var hann hins vegar aftur handtekinn, nú fyrir vörslu barnakláms. Lögreglan í Los Angeles gerði húsleit á heimili hans og tók 70 þúsund hluti. Þar á meðal ljósmyndir sem hún skilgreindi sem barnaklám og var Reubens ákærður fyrir vörslu kynferðislegs efnis sem sýndi barn undir 18 ára aldri. Lögmaður Reubens hafnaði þessu og sagði myndirnar vera svokallaða kitch list, og sumar myndirnar væru yfir 100 ára gamlar, nektarmyndir af ungum mönnum. Þær væru ekki kynferðislegar. Í marsmánuði árið 2004 var ákæran látin niður falla gegn því að Reubens játaði á sig minniháttar klámbrot. Var honum gert að tilkynna sig næstu þrjú árin hjá lögreglu og var bannað að vera einn í kringum börn. Vinsæll raddleikari Þrátt fyrir þetta var ferill Reubens ekki búinn. Reubens hefur leikið í fjölmörgum bíómyndum og sjónvarpsþáttum eftir þetta. Oft hefur hann komið fram sem raddleikari, bæði í teiknimyndum og í tölvuleikjum. Síðasta bíómyndin sem Reubens lék í var Netflix myndin Pee-wee´s Big Holiday árið 2016.
Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira