„Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 07:01 Felix Bergsson ásamt eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni. Felix ræddi við blaðamann um eftirminnilega Gleðigöngu árið 2000. Instagram @felixbergsson „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Aðrir tímar og lítill sýnileiki „Ég á ótal minningar tengdar Hinsegin dögum en ætli sú sterkasta sé ekki frá árinu 2000 þegar við gengum gleðigöngu í fyrsta sinn frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Ég hafði verið viðstaddur hátíðina 1993 þegar við gengum í fyrsta sinn en þorði þá ekki í gönguna. Hópurinn var fámennur og ég nýlega kominn út úr skápnum. Það voru aðrir tímar og sýnileiki ekki mikill. Ég er enn stoltur af vinum mínum og félögum sem þorðu og gengu um miðborgina og hrópuðu og sungu árin 1993 og 1994,“ segir Felix. Hann bætir við að hátíðin hafi svo lognast út af og var ekki gengið aftur fyrr en árið 2000. „Þá var ég kominn í staðfesta samvist með eiginmanni mínum Baldri og við bjuggum ásamt börnunum okkar á Vesturgötunni. Það var kvíðahnútur í maganum þennan laugardagsmorgun 12. ágúst þegar við drukkum morgunkaffið og ræddum daginn framundan. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í en vorum þó ákveðnir í að ganga að þessu sinni með félögum okkar. Hvað myndi gerast? Myndi einhver mæta? Yrðu kannski einhverjir þarna til að ráðast á okkur eða sýna okkur fyrirlitningu?“ Felix og Baldur gengu í staðfesta samvist 31. desember 1999.Facebook: Felix Bergsson „Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur“ Felix segir kvíðahnútinn hafa stækkað þegar nær dróg göngunni. „Við Baldur gengum upp Hverfisgötuna í hádeginu og héldum á stórum regnbogafánum sem við höfðum undirbúið og sett á kústsköft. Kvíðahnúturinn stækkaði bara. Það voru svo fáir á ferli í miðborginni! Þetta yrði hræðileg niðurlæging! Uppi við Hlemm voru göngufólk að hafa sig til. Það var dálítill hópur en ekki stór. Það var frekar kalt í veðri. Skýjað. Heimir Már, Þorvaldur Kristins og aðrir forsvarsmenn voru í óðaönn að raða hinum fáu vögnum upp og skipuleggja hvar aðrir ættu að staðsetja sig. Leðurhommar hér, lesbíur á mótorhjólum fremst, Coco í brúðarkjól, Hanna María og Árni Pétur í álfabúningum, skápar á vagni, fjöldinn allur af vinum með regnbogafána, blöðruormur aftast. Dúndrandi tónlist. Það var gleði í loftinu en samt alvarleiki því við vissum að það var komið að ögurstund. Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur. Svo sló klukkan tvö og gangan mjakaðist af stað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Augnablik sem gerði allt þess virði Næstu augnablikum lýsir Felix sem ógleymanlegum. „Ég man ekkert hvar við Baldur vorum í göngunni en ég gleymi aldrei þeirri mynd sem blasti við þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi. Þúsundir samborgara okkar voru mættir á Laugaveginn til að fylgjast með göngunni, gleðjast með okkur og brosa. Þetta var svo ótrúlegt. Í minningunni braust sólin fram. Fyrst og fremst voru nágrannar okkar mætt til sýna stuðning sinn, segja okkur að við værum með, við værum hluti af samfélagi sem tæki okkur eins og við værum. Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. Þetta var augnablikið sem gerði það allt þess virði.“ Hinsegin Gleðigangan Ástin og lífið Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Hinsegin dagar eða Reykjavík Pride fer fram dagana 8. - 13. ágúst og fékk Lífið á Vísi þekkt hinsegin fólk úr ólíkum áttum til að deila uppáhalds minningu sinni frá hátíðinni. Aðrir tímar og lítill sýnileiki „Ég á ótal minningar tengdar Hinsegin dögum en ætli sú sterkasta sé ekki frá árinu 2000 þegar við gengum gleðigöngu í fyrsta sinn frá Hlemmi og niður Laugaveginn. Ég hafði verið viðstaddur hátíðina 1993 þegar við gengum í fyrsta sinn en þorði þá ekki í gönguna. Hópurinn var fámennur og ég nýlega kominn út úr skápnum. Það voru aðrir tímar og sýnileiki ekki mikill. Ég er enn stoltur af vinum mínum og félögum sem þorðu og gengu um miðborgina og hrópuðu og sungu árin 1993 og 1994,“ segir Felix. Hann bætir við að hátíðin hafi svo lognast út af og var ekki gengið aftur fyrr en árið 2000. „Þá var ég kominn í staðfesta samvist með eiginmanni mínum Baldri og við bjuggum ásamt börnunum okkar á Vesturgötunni. Það var kvíðahnútur í maganum þennan laugardagsmorgun 12. ágúst þegar við drukkum morgunkaffið og ræddum daginn framundan. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í en vorum þó ákveðnir í að ganga að þessu sinni með félögum okkar. Hvað myndi gerast? Myndi einhver mæta? Yrðu kannski einhverjir þarna til að ráðast á okkur eða sýna okkur fyrirlitningu?“ Felix og Baldur gengu í staðfesta samvist 31. desember 1999.Facebook: Felix Bergsson „Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur“ Felix segir kvíðahnútinn hafa stækkað þegar nær dróg göngunni. „Við Baldur gengum upp Hverfisgötuna í hádeginu og héldum á stórum regnbogafánum sem við höfðum undirbúið og sett á kústsköft. Kvíðahnúturinn stækkaði bara. Það voru svo fáir á ferli í miðborginni! Þetta yrði hræðileg niðurlæging! Uppi við Hlemm voru göngufólk að hafa sig til. Það var dálítill hópur en ekki stór. Það var frekar kalt í veðri. Skýjað. Heimir Már, Þorvaldur Kristins og aðrir forsvarsmenn voru í óðaönn að raða hinum fáu vögnum upp og skipuleggja hvar aðrir ættu að staðsetja sig. Leðurhommar hér, lesbíur á mótorhjólum fremst, Coco í brúðarkjól, Hanna María og Árni Pétur í álfabúningum, skápar á vagni, fjöldinn allur af vinum með regnbogafána, blöðruormur aftast. Dúndrandi tónlist. Það var gleði í loftinu en samt alvarleiki því við vissum að það var komið að ögurstund. Ef þetta misheppnaðist myndum við aldrei gera þetta aftur. Svo sló klukkan tvö og gangan mjakaðist af stað.“ View this post on Instagram A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) Augnablik sem gerði allt þess virði Næstu augnablikum lýsir Felix sem ógleymanlegum. „Ég man ekkert hvar við Baldur vorum í göngunni en ég gleymi aldrei þeirri mynd sem blasti við þegar við komum fyrir hornið á Hlemmi. Þúsundir samborgara okkar voru mættir á Laugaveginn til að fylgjast með göngunni, gleðjast með okkur og brosa. Þetta var svo ótrúlegt. Í minningunni braust sólin fram. Fyrst og fremst voru nágrannar okkar mætt til sýna stuðning sinn, segja okkur að við værum með, við værum hluti af samfélagi sem tæki okkur eins og við værum. Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði. Þetta er augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi. Þetta var augnablikið sem gerði það allt þess virði.“
Hinsegin Gleðigangan Ástin og lífið Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”