Lífið

Gefur nýja kærastanum svig­rúm til að skilja við eigin­konuna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Nýja parið, Ariana Grande og Ethan Slater.
Nýja parið, Ariana Grande og Ethan Slater. Getty

Söngkonan Ariana Grande og nýr kærasti hennar, leikarinn Ethan Slater, hafa ekki hist í nokkurn tíma. Er það vegna þess að Ariana vill veita Ethan svigrúm til að ganga frá skilnaði við eiginkonu hans, Lilly Jay.

Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ en ekki er langt síðan greint var frá því að Ariana og Ethan væru nýtt par. Neistinn kviknaði milli þeirra við tökur á kvikmyndinni Wicked á síðasta ári en myndin er væntanleg í nóvember 2024.

Ethan Slater er enn giftur Lilly Slater en samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs kom samband Ariönu og Ethan flatt upp á hana og ríkir því kergja á milli þeirra. Ethan Slater er sagður vilja deila forræði á barnungum syni þeirra og vinna þau nú að því að leysa skilnaðarmál.

Ariana Grande stendur sömuleiðis í skilnaði við eiginmann sinn, fasteignasalann Dalton Gomez. Greint var frá því fyrr í mánuðinum að hún hafi sést án giftingarhrings á Wimbeldon mótinu í tennis í London. Grande og Gomez hafa verið skilin að borði og sæng síðan í janúar.

Í frétt TMZ segir enn fremur að Ariana og Ethan vilji ólm hittast en þau hafi verið í sitthvorum borgunum undanfarnar vkur. Hann í New York en hún í Los Angeles.

Bæði hafa þau haldið því staðfastlega fram að sambandið hafi ekki hafist fyrr en þau hafi bæði skilið við maka sína.


Tengdar fréttir

Ariana Grande gengin í það heilaga

Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×