Glæpahópar þegar farnir að nota gervigreind Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:01 Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Interpol segir alþjóðleg glæpasamtök þegar farin að nota gervigreind í starfsemi sinni. Netglæpir séu sífellt stærra vandamál og enn brýnna en ella að löggæsluyfirvöld taki höndum saman. Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“ Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“
Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira