Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Slökkviliðsmenn börðust í dag með meiri tækjabúnaði en áður við að hefta útbreiðslu gróðurelda frá eldgosinu á Reykjanesi. Við sýnum frá aðgerðunum í kvöldfréttum og undirbúningi Almannavarna til að bjarga innviðum á nesinu.

Við fáum líka einstaka sýn inn á leynilegt hersjúkrahús í Úkraínu þar sem gerðar eru allt að hundrað aðgerðir á hverri nóttu á hermönnum sem særst hafa í gagnsókn Úkraínu gegn Rússum á austur- og suðurvígstöðvunum. AP fréttastofan fékk að fylgjast með læknum og hjúkrunarfólki sem líta á störf sín eins og hverja aðra herþjónustu.

Mikið eignatjón varð þegar eldur kom upp í atvinnuhúsnæði í Reykjanesbæ í dag. Við sýnum myndir af eldsvoðanum og ræðum við slökkviliðsstjórann í beinni útsendingu.

Hollywoodleikarinn Kevin Spacey segist afar þakklátur eftir að kviðdómur í Lundúnum sýknaði hann af ákærum um kynferðisofbeldi gegn fjórum mönnum.

Og við heyrum í íbúa í Vesturbær Reykjavíkur sem er langþreyttur á rusli sem safnast upp við söfnunargáma í hverfinu. Hann vill að fyrirtækið sem á að tæma gámana verði beitt dagsektum.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×