Innlent

Enginn dag­drykkju­maður á Djúpa­vogi

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
ÁTVR ætlar að skerða opnunartímann.
ÁTVR ætlar að skerða opnunartímann. Vísir/Vilhelm

ÁTVR hefur ákveðið að stytta enn frekar opnunartímann í verslun sinni á Djúpavogi. Fólk fæst ekki til þess að vinna í versluninni.

Opnunartíminn verður á milli 16 og 18 þrjá daga í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Er þetta stysti opnunartími vínbúðar á landinu.

Þetta kemur fram hjá Austurfrétt.

Heimastjórn Djúpavogs hefur ekki miklar áhyggjur af þrengingunni. Að sögn Inga Ragnarssonar, fulltrúa í heimastjórninni, sé dagdrykkja ekki áhugamál hjá neinum íbúa á Djúpavogi.

Vínbúðin er í verslunarkjarna bæjarins.

Hugsanlega geti þrengingin valdið þurrbrjósta ferðamönnum ama en þeir geti þó leitað annað, það er á knæpur.

Samkvæmt Austurfrétt hefur ÁTVR auglýst eftir starfsfólki án árangurs. Helsta ástæðan fyrir fæð starfskrafta sé húsnæðishörgull. Lítið sé byggt af húsnæði og þar af leiðandi fáir sem setjast að í bænum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×