Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Telma Tómasdóttir segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.
Telma Tómasdóttir segir fréttir í kvöld á slaginu 18:30.

Grá slikja hefur legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Við ræðum við loftgæðasérfræðing í beinni útsendingu.

Sá sem var myrtur í Fjarðarkaupsmálinu er sagður hafa verið ítrekað stunginn þar sem hann lá varnarlaus eftir árás þriggja pilta. Við fjöllum um ákæruna í fréttatímanum.

Nikótínpúðar gera starfsmönnum líkamsræktarstöðva lífið leitt. Við ræðum við einn þeirra sem segir gesti skilja púðana ítrekað eftir á upphitunartækjum.

Þá fjöllum við um listasýningu sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa í Úkraínu og hittum hóp stráka frá Malaví sem ólust margir hverjir upp án rafmagns og rennandi vatns og ætla sér að sigra Rey Cup mótið sem fram fer í Laugardalnum í næstu viku.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×