Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. júlí 2023 09:01 Klessubílarnir í Hveragerði nutu mikilla vinsælda. Brunamálastofnun ríkisins „Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“ Þannig hófst grein sem birtist í DV þann 12. mars 1985 en nokkrum mánuðum síðar var tívolíið í Hveragerði opnað. Það var um árabil sívinsæll áfangastaður barnafjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu. „Við hyggjumst reisa þarna skemmtigarð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tækin sem notuð voru í tívoíinu á Melavellinum í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp,“ sagði Sigurður Kárason í samtali við DV á sínum tíma, en hann var einn eigenda Kauplands sf. sem stóð að opnun tívolísins. Tívolí sem starfrækt hafði verið í Vatnsmýrinni í Reykjavík var lokað árið 1960. Íslendingar höfðu því ekki átt sitt eigið tívolí í rúman aldarfjórðung. Árið 1987 var byggt yfir tívolíið, stór bygging með límtrésbitum og plastklæðningu, alls sex þúsund fermetrar að stærð. Í tívolíinu voru ýmis tæki, t.d. gokart-bílar, kolkrabbi, þeytivinda (Round-up), klessubílar, slöngubátar, skotbakkar og fleira. Það sama ár tók Ólafur H. Ragnarsson við rekstrinum og sá um hann um reksturinn alveg þar til tívolíið lokaði árið 1994. Eftirfarandi ljósmyndir eru úr skjalasafni Brunamálastofnunar ríkisins (ÞÍ. Brunamálastofnun ríkisins. 2018/1) og munu eflaust vekja upp ánægjulegar minningar hjá mörgum. Byggt var yfir tívolíð tæpu ári eftir opnun.Brunamálastofnun ríkisins Tívolíið var rúmlega sex þúsund fermetrar að stærð.Brunamálastofnun ríkisins Hægt var að freistast þess að vinna bangsa eða aðra skemmtilega muni.Brunamálastofnun ríkisins Klessubílarnir voru sívinsælir.Brunamálastofnun ríkisins Ófáir Íslendingar minnast tívolísins með hlýju.Brunamálatofnun ríkisins. Hringekjan í tívolíinu.Brunamálastofnun ríkisins Einu sinni var... Börn og uppeldi Hveragerði Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Þannig hófst grein sem birtist í DV þann 12. mars 1985 en nokkrum mánuðum síðar var tívolíið í Hveragerði opnað. Það var um árabil sívinsæll áfangastaður barnafjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandsundirlendinu. „Við hyggjumst reisa þarna skemmtigarð þar sem ungir og aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tækin sem notuð voru í tívoíinu á Melavellinum í fyrra, eru í okkar eigu og byrjum við á að koma þeim upp,“ sagði Sigurður Kárason í samtali við DV á sínum tíma, en hann var einn eigenda Kauplands sf. sem stóð að opnun tívolísins. Tívolí sem starfrækt hafði verið í Vatnsmýrinni í Reykjavík var lokað árið 1960. Íslendingar höfðu því ekki átt sitt eigið tívolí í rúman aldarfjórðung. Árið 1987 var byggt yfir tívolíið, stór bygging með límtrésbitum og plastklæðningu, alls sex þúsund fermetrar að stærð. Í tívolíinu voru ýmis tæki, t.d. gokart-bílar, kolkrabbi, þeytivinda (Round-up), klessubílar, slöngubátar, skotbakkar og fleira. Það sama ár tók Ólafur H. Ragnarsson við rekstrinum og sá um hann um reksturinn alveg þar til tívolíið lokaði árið 1994. Eftirfarandi ljósmyndir eru úr skjalasafni Brunamálastofnunar ríkisins (ÞÍ. Brunamálastofnun ríkisins. 2018/1) og munu eflaust vekja upp ánægjulegar minningar hjá mörgum. Byggt var yfir tívolíð tæpu ári eftir opnun.Brunamálastofnun ríkisins Tívolíið var rúmlega sex þúsund fermetrar að stærð.Brunamálastofnun ríkisins Hægt var að freistast þess að vinna bangsa eða aðra skemmtilega muni.Brunamálastofnun ríkisins Klessubílarnir voru sívinsælir.Brunamálastofnun ríkisins Ófáir Íslendingar minnast tívolísins með hlýju.Brunamálatofnun ríkisins. Hringekjan í tívolíinu.Brunamálastofnun ríkisins
Einu sinni var... Börn og uppeldi Hveragerði Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira