„Ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júlí 2023 13:31 Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. Vísir/Samsett mynd Samráðsgátt stjórnvalda þjónar ekki tilgangi sínum þegar umsagnarfrestur að drögum að breytingu á reglugerðum er settur í miðju sumarfríi þorra landsmanna að sögn framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty. Drög að breytingu á reglugerð um útlendinga þrengi möguleika ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Hagsmunaaðilum og einstaklingum gafst kostur á að skila inn umsögn við drög að breytingu á reglugerð um útlendinga í júlí og rann umsagnarfresturinn út 18. júlí. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty, segir tímasetningu stjórnvalda ekki til þess fallna að auka gagnsæi. Allir í sumarfríi „Okkur fannst vont að því að drög að reglugerð að breytingum væru settar inn á þessum tíma þar sem við teljum að sá fjöldi mannréttindasamtaka og samtaka og einstaklinga sem láta sig þessi mál varða hefðu mögulega viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki haft tök á vegna þessarar tímasetningar,“ segir Anna. Eðlilegt hefði verið að hafa frestinn fram yfir verslunarmannahelgi fyrst þessi tímasetning hafi orðið fyrir valinu. Unnið gegn markmiðum „Við sjáum það að það voru sex aðilar sem skiluðu umsögn og það er frábært en ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Anna og bætir við að þau telji markmiðum samráðsgáttarinnar ekki hafa verið náð. „Því markmiðið er að auka gagnsæi og auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að taka þátt í stefnumótun og reglusetningu við ákvörðunartöku hér á landi þannig að við teljum að með þessari tímasetningu er ekki verið að vinna að markmiðum samráðsgáttarinnar með fullnægjandi hætti.“ Þrengja að ákveðnum hópi Íslandsdeild Amnesty hafi tekið undir umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands og athugasemdum þeirra. „Við vildum bara undirstrika það sem kom þar fram að við tökum undir þau sjónarmið og við lítum svo á að þessi breyting á reglugerðinni sé til þess fallin að þrengja möguleiki ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Jafnvel umfram skýran vilja löggjafans, það er eins og það sé verið að þrengja að ákveðnum hópi – við viljum reyna tryggja það að svo sé ekki gert,“ segir Anna.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira