Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 með Tuma. Tumi. Kvöldfréttir. Kolbeinn Tumi Daðason.

Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við tvær flóttafjölskyldur, sem báðar hafa fengið skilaboð um að þeim verði vísað úr landi á næstu dögum. Yngsta barnið er fætt hér á landi. 

Umferð var opnuð um Vigdísarvallaveg í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri. 

Við hittum þá á ungan mann sem fór, ásamt 49 öðrum, á kvikmyndirnar Oppenheimer og Barbie í bíó í gær. Myndirnar gætu ekki verið ólíkari en nýtt æði er að horfa á þær í einum rykk. 

Og við kíkjum í Skötuveislu í Garðinum, sem haldin var til styrktar góðgerðarmálum í átjánda sinn í gærkvöldi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 klukkan 18:30. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×