Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júlí 2023 07:45 Vigdís Hasler framkvæmdastjóri segir nýlega úrskurði ekki breyta því að lausaganga búfjár sé leyfð. Bændasamtök Íslands Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. „Hafa ber í huga að þar sem lausaganga búfjár er leyfð, er hún leyfð,“ segir Vigdís Hasler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, aðspurð um það hvort ekki sé eðlilegt að sauðfjárbændur greiði fyrir smölun gangi fé þeirra inn á lendur annarra og valdi þeim ama. „Eins ber að hafa í huga að sveitarstjórnum er heimilt að banna lausagöngu búfjár að hluta eða öllu leyti. Þar sem sveitarstjórn hefur gert umráðamönnum búfjár skylt að hafa búfé í vörslu skal vera gripheld girðing og ábyrgðin liggur þá hjá umráðamanni,“ segir Vigdís. Hávær umræða og álit Í október síðastliðnum birti Umboðsmaður Alþingis álit þess efnis að leiðbeiningar innviðaráðuneytisins varðandi ágang samrýmdust ekki lögum. Í lögum segir að landeigendur geti krafist þess að sveitarfélag eða lögregla smali ágangsfé á kostnað eigenda. En í leiðbeiningunum stóð að til þess að þetta ætti við yrðu landeigendur að girða og „friða“ lönd sín. Í janúar úrskurðaði dómsmálaráðuneytið að lögreglustjóra væri óheimilt að synja beiðni um smölun. Innviðaráðuneytið gaf svo út nýjar leiðbeiningar í júní til samræmis við álit Umboðsmanns. Umræðan um ágangsfé hefur aldrei verið hærri en nú, enda fer sauðfjárbýlum fækkandi og þeir sem nota land undir annað kvarta sáran yfir nagi kindanna. Sveitarstjórnir meti hvort ágangur sé raunverulegur Bændasamtökin benda á að úrskurðirnir taki ekki á meginreglu laga um að fé megi ganga laust, bæði á þjóðlendum sem og eignarjörðum. „Bændasamtökin hafa orðið þess vör að víða á landinu hefur skapast umræða um lausagöngu búfjár. Þetta er umræða sem hefur átt sér stað vel síðasta áratuginn og ekki er því um nýjan skilning að ræða,“ segir Vigdís um umræðuna í dag, eftir að úrskurðirnir féllu. „Mikilvægt er að hafa í huga að bæði umboðsmaður og síðan dómsmálaráðuneytið í sínum úrskurði tóku það skýrt fram í niðurstöðum sínum að engin afstaða hefði verið tekin til þeirra atvika sem lágu til grundvallar kvörtun eða kæru, svo sem hvort um hafi verið að ræða ágang búfjár í heimalandi samkvæmt þar til greindu ákvæði laga um afréttarmálefni og fjallskil,“ segir Vigdís. Bændasamtökin líti svo á að íbúar hvers sveitarfélags geti leitað til sveitarstjórna telji þeir að ágangur sé til staðar. Það sé svo sveitarfélagsins að meta hvort um raunverulegan ágang sé að ræða og hvernig eigi að framkvæma smölun. Stjórnsýslumeðferð þurfi að vera skýr. Ringlaðar sveitarstjórnir Sveitarstjórnir vita ekki alveg í hvern fótinn þau eiga að stíga. Til að mynda hefur Borgarbyggð ákveðið að smala ágangsfé en Fjarðabyggð hyggst bíða lögfræðiálits. Bændasamtökin halda fast í sitt og vísa í lög um afréttarmálefni og fjallaskil. Einungis sé hægt að beita ákvæðinu um þvingaða smölun þegar ágangur sé í afgirt heimalönd. Ekki í afrétti eða ógirt heimalönd. „Búfé hefur gengið laust um landið í öldum saman og engin lög hafa verið sett sem breyta því réttarástandi,“ segir í bréfinu. Landbúnaður enn þá undirstöðuatvinnugrein Aðspurð um hvort að það þurfi ekki að gera einhverjar breytingar á kerfinu til að sætta bændur og aðra landeigendur segir Vigdís að málefni fjallaskila og skipulag landbúnaðarlands sé á forræði sveitarfélaganna. „Landbúnaður er enn í dag undirstöðuatvinnugrein á landsbyggðinni og ætli Alþingi sér að gera breytingar í þá veru að þrengja að búfjárhaldi þá verður að liggja fyrir hvert stefnir með notkun á landbúnaðarlandi,“ segir Vigdís. „Öll umræða um lagaleg álitaefni og lagabreytingar raungerast ekki á samfélagsmiðlum, hér þurfi fagráðuneytin og löggjafinn að koma að liggi vilji þeirra þar.“ Þá megi ekki líta fram hjá skyldum veghaldara, hvort sem það séu ríki, sveitarfélög eða Vegagerðin. Veghaldara beri að gæta umferðaröryggis og í því getur falist að girða með fram vegum. Landbúnaður Dýr Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
„Hafa ber í huga að þar sem lausaganga búfjár er leyfð, er hún leyfð,“ segir Vigdís Hasler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, aðspurð um það hvort ekki sé eðlilegt að sauðfjárbændur greiði fyrir smölun gangi fé þeirra inn á lendur annarra og valdi þeim ama. „Eins ber að hafa í huga að sveitarstjórnum er heimilt að banna lausagöngu búfjár að hluta eða öllu leyti. Þar sem sveitarstjórn hefur gert umráðamönnum búfjár skylt að hafa búfé í vörslu skal vera gripheld girðing og ábyrgðin liggur þá hjá umráðamanni,“ segir Vigdís. Hávær umræða og álit Í október síðastliðnum birti Umboðsmaður Alþingis álit þess efnis að leiðbeiningar innviðaráðuneytisins varðandi ágang samrýmdust ekki lögum. Í lögum segir að landeigendur geti krafist þess að sveitarfélag eða lögregla smali ágangsfé á kostnað eigenda. En í leiðbeiningunum stóð að til þess að þetta ætti við yrðu landeigendur að girða og „friða“ lönd sín. Í janúar úrskurðaði dómsmálaráðuneytið að lögreglustjóra væri óheimilt að synja beiðni um smölun. Innviðaráðuneytið gaf svo út nýjar leiðbeiningar í júní til samræmis við álit Umboðsmanns. Umræðan um ágangsfé hefur aldrei verið hærri en nú, enda fer sauðfjárbýlum fækkandi og þeir sem nota land undir annað kvarta sáran yfir nagi kindanna. Sveitarstjórnir meti hvort ágangur sé raunverulegur Bændasamtökin benda á að úrskurðirnir taki ekki á meginreglu laga um að fé megi ganga laust, bæði á þjóðlendum sem og eignarjörðum. „Bændasamtökin hafa orðið þess vör að víða á landinu hefur skapast umræða um lausagöngu búfjár. Þetta er umræða sem hefur átt sér stað vel síðasta áratuginn og ekki er því um nýjan skilning að ræða,“ segir Vigdís um umræðuna í dag, eftir að úrskurðirnir féllu. „Mikilvægt er að hafa í huga að bæði umboðsmaður og síðan dómsmálaráðuneytið í sínum úrskurði tóku það skýrt fram í niðurstöðum sínum að engin afstaða hefði verið tekin til þeirra atvika sem lágu til grundvallar kvörtun eða kæru, svo sem hvort um hafi verið að ræða ágang búfjár í heimalandi samkvæmt þar til greindu ákvæði laga um afréttarmálefni og fjallskil,“ segir Vigdís. Bændasamtökin líti svo á að íbúar hvers sveitarfélags geti leitað til sveitarstjórna telji þeir að ágangur sé til staðar. Það sé svo sveitarfélagsins að meta hvort um raunverulegan ágang sé að ræða og hvernig eigi að framkvæma smölun. Stjórnsýslumeðferð þurfi að vera skýr. Ringlaðar sveitarstjórnir Sveitarstjórnir vita ekki alveg í hvern fótinn þau eiga að stíga. Til að mynda hefur Borgarbyggð ákveðið að smala ágangsfé en Fjarðabyggð hyggst bíða lögfræðiálits. Bændasamtökin halda fast í sitt og vísa í lög um afréttarmálefni og fjallaskil. Einungis sé hægt að beita ákvæðinu um þvingaða smölun þegar ágangur sé í afgirt heimalönd. Ekki í afrétti eða ógirt heimalönd. „Búfé hefur gengið laust um landið í öldum saman og engin lög hafa verið sett sem breyta því réttarástandi,“ segir í bréfinu. Landbúnaður enn þá undirstöðuatvinnugrein Aðspurð um hvort að það þurfi ekki að gera einhverjar breytingar á kerfinu til að sætta bændur og aðra landeigendur segir Vigdís að málefni fjallaskila og skipulag landbúnaðarlands sé á forræði sveitarfélaganna. „Landbúnaður er enn í dag undirstöðuatvinnugrein á landsbyggðinni og ætli Alþingi sér að gera breytingar í þá veru að þrengja að búfjárhaldi þá verður að liggja fyrir hvert stefnir með notkun á landbúnaðarlandi,“ segir Vigdís. „Öll umræða um lagaleg álitaefni og lagabreytingar raungerast ekki á samfélagsmiðlum, hér þurfi fagráðuneytin og löggjafinn að koma að liggi vilji þeirra þar.“ Þá megi ekki líta fram hjá skyldum veghaldara, hvort sem það séu ríki, sveitarfélög eða Vegagerðin. Veghaldara beri að gæta umferðaröryggis og í því getur falist að girða með fram vegum.
Landbúnaður Dýr Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira