Íslendingur ferðast um Bandaríkin með Metallica og Pantera Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júlí 2023 09:01 Anton tekur nú þátt í undirbúningi fyrir tónleikaferð hljómsveitanna um Bandaríkin. Anton Kröyer Antonsson Hinn 23 ára gamli Anton Kröyer Antonsson, hefur síðustu mánuði ferðast með þungarokkshljómsveitinni Pantera um Evrópu sem ljósamaður, nánar tiltekið ljósaforritari, á tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar. Nú liggur leið hópsins til Bandaríkjanna þar sem goðsagnasveitin Metallica verður með í för. Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“ Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Anton segir í samtali við Vísi frá því hvernig honum tókst að landa starfinu. Hann hafi unnið sem ljósamaður á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í fyrra og kynnst manni sem sýndi honum áhuga. „Hann spyr mig hvort ég sé til í að koma og taka þátt í túr með Pantera,“ segir Anton. Hann segist hafa þurft að hugsa málið en verið til í slaginn þegar hann var aftur spurður nokkru síðar. Kom skemmtilega á óvart Þá segist Anton hafa fengið val um að vinna annað hvort hjá fyrirtækinu sem sér um tæknibúnað hljómsveitarinnar eða hjá hljómsveitinni sjálfri og valið það síðarnefnda. Hann segir skipuleggjendurna þó hafa haft vissar efasemdir vegna þess hve ungur hann er. „Þeir voru svolítið skeptískir, eins og allir eru. Ég er náttúrlega frekar ungur miðað við alla hina í þessum bransa,“ segir Anton. „Síðan kem ég svona skemmtilega á óvart og þeim leist alveg rosalega vel á þetta,“ segir Anton. Hann segir verkefnið hafa gengið vonum framar. „Við höfum eiginlega bara selt upp allt sem við förum og við erum að taka mörg show á hverjum stað fyrir sig af því að miðarnir seljast upp.“ Metallica slæst í hópinn í Bandaríkjaferð Eftir ferðalag til fimmtán landa í Evrópu var Anton beðinn um að halda með hópnum til Bandaríkjanna, í mun stærra verkefni þar sem þungarokkshljómsveitin Metallica verður með í för. Hann féllst á það. „Þannig endaði ég þar sem ég er núna, í Bandaríkjunum og að fara að túra með þeim og Metallica.“ Anton við störf á tónleikum Pantera.Aðsend Anton segir fyrirkomulag tónleikaferðalagsins þannig að Pantera spili ein og sér tvo til þrjá daga í viku en að auki séu tónleikar þar sem Metallica treður líka upp. „Þannig að við erum að túra með þeim en samt að gera okkar eigið show líka.“ Hann segir samvinnu í hópnum góða auk þess sem allir nái mjög vel saman. „Þótt aldursmunurinn sé til staðar þá passar maður vel inn í þetta,“ segir Anton. Aðspurður segist Anton ekki kippa sér upp við frægu andlitin sem leynast í hópnum. „Ég verð eiginlega ekki starstruck lengur. Maður er búinn að vinna með svo mikið af fólki að maður lætur bara fagmennskuna ráða.“
Tónlist Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira