Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2023 14:54 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. VÍSIR/VALLI Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði. Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði.
Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira