Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum sýnum við stórkostlegar myndir frá því þegar gígurinn á Reykjanesi brast og glóandi hraunið streymdi fram. Einnig myndir af fólki sem stóð upp við gíginn skömmu áður en hann brast en lögregla náði með harðfylgi að reka burt frá gígnum. Hraunflóðið tekur nú nýja stefnu og spurning hvaða áhrif það hefur.

Algert samhengi er á milli þess að Rússar slitu sig frá samkomulagi um útflutning Úkraínumanna á korni og öflugra loftárása þeirra á Odessa, helstu útflutningshöfn þeirra, síðast liðna nótt, sem beindist að innviðum sem tengjast útflutningnum.

Undarleg staða er komin upp varðandi nýtt neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur eftir að bráðabirgða rými var lokað í mars. Rauði krossinn og Reykjavíkurborg undirbúa bæði nýtt rými en virðast ekki vera í neinu sambandi sín á milli.

Í fréttatímanum förum við yfir rannsóknarferlið sem farið er af stað vegna flugslyssins fyrir austan. Búast má við bráðabirgða skýrslu skýrslu eftir einn til tvo mánuði en lokaskýrsla liggur væntanlega ekki fyrir fyrr en eftir eitt til tvö ár.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×