Innlent

Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Veggur gígsins hrundi með miklum tilþrifum og gusaðist glóandi hraunið út.
Veggur gígsins hrundi með miklum tilþrifum og gusaðist glóandi hraunið út. Rúv

Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert.

Eldjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu í færslu á Facebook. Hér fyrir neðan má sjá myndband af gígnum tekið úr vefmyndavél Rúv bresta á þreföldum hraða.

Í færslunni hópsins segir að eftir að hraunflóðið flæddi til vestur virðist rennslið í hraunánna til suðurs hafa rofnað. Þá segir einnig að áður en veggurinn hrundi hafi gosórói við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins.

Mynd af því þegar veggur gígsins var að bresta.Rúv

Þá segir að samhliða hruninu hafi orðið mikil breyting á hraunrennslinu, sýnilegt rennsli sé nú alfarið til vesturs í gegnum rofið í gígnum. Þar hafi ný hrauná tekið stefnuna til suðurs, vestan við farveginn sem hefur verið virkur frá upphafi eldgossins. 

Eftir að veggur gígsins hrundi spýttist hraun gossins út úr honum.Rúv

Líklegt er að gamli farvegurinn stíflist nú af storknuðu hrauni og að hraunið þurfi að byggja sér upp nýja farvegi til að viðhalda framgangi hraunjaðarsins til suðurs.

Það var mikið sjónarspil þegar glóandi hraunið braut sér leið út úr gígveggnum.Rúv

Náttúruvárhópurinn segir að hrun gígskálarinnar hafi gerst mjög skyndilega og það sé ljóst að stórhætta hefði getað skapast ef fólk hefði verið í nágrenni gígsins. Myndir hafi náðst undanfarna daga af fólki alveg upp við rætur gígsins og það sé ljóst að ekki hefði þurft að spurja að leikslokum hefði fólk orðið í vegi fyrir hraunflóðinu í nótt.

Glóandi hraunið hefur nú fundið sér nýjan farveg.Rúv

Hér fyrir neðan má fylgjast með vefmyndavél Vísis við gosið:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×