Innlent

Hinir far­þegarnir ekki taldir í lífs­hættu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Umfangsmiklar aðgerðir viðbragðsaðila voru á vettvangi slyssins.
Umfangsmiklar aðgerðir viðbragðsaðila voru á vettvangi slyssins. Vísir

Ferðamennirnir sem lentu í alvarlegu bílslysi á Vesturlandi í gær eru frá Bandaríkjunum og Slóveníu. Einn lést í slysinu en samkvæmt yfirlögregluþjóni á svæðinu eru hinir ferðamennirnir ekki taldir vera í lífshættu.

Húsbíll og jepplingur sem komu úr gagnstæðum áttum rákust saman á Snæfellsvegi norðan við Hítará í hádeginu í gær. Sjö farþegar voru í bílunum og var farþegi úr öðrum þeirra úrskurðaður látinn á vettvangi. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar og þrír með sjúkrabíl.

„Það var enginn af hinum hættulega slasaður eftir því sem ég best veit. Einhverjir fóru heim að skoðun lokinni,“ segir Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu. 

Jón segir að rannsókn málsins sé í vinnslu og að ekki mikið hafi bæst við hana síðan í gær. Þá hafi ekki verið hægt að taka skýrslu af neinum í gær.


Tengdar fréttir

Einn látinn eftir um­ferðar­slysið fyrir vestan

Einn far­þegi var úr­skurðaður látinn eftir al­var­legt um­ferðar­slys á Snæ­fells­nes­vegi norðan við Hítar­á í há­deginu í dag. Sex eru auk þess slasaðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×