Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júlí 2023 14:29 Það hefur verið nóg um að vera á LungA í vikunni og núna um helgina verður uppskeruhátíð þar sem listamenn halda sýningar og tónleika fyrir gesti. LungA/Pussy Riot Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty Múlaþing LungA Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Ýmsar bæjarhátíðir verða haldnar vítt og breitt um landið um helgina . Þar á meðal Húnavaka á Blönduósi, Dýrafjarðardagar á Þingeyri, Náttúrubarnahátíð á Ströndum auk fjölda annarra. Listahátíðin LungA á Seyðisfirði sem hófst á mánudaginn lýkur núna um helgina. Helena Aðalsteinsdóttir, einn hátíðarstjóra LungA, segir fjölbreyttar smiðjur hafa farið fram í vikunni og í kvöld hefjist svo uppskeruhátíð sem endist út helgina. Hápunktur LungA núna um helgina „Hápunkturinn að uppskeruhátíðinni er að eiga sér stað núna um helgina þar sem þátttakendur eru að opna sýningar víðs vegar um bæinn núna í kvöld. Svo þegar sýningarnar loka þá byrja tónleikarnir í Herðubreið,“ segir Helena. LungA er vinsæl hátíð meðal ungs fólks sem flykkist austur í stemminguna.Aðsend Í kvöld bætist því við fjöldi nýrra gesta á hátíðina sem ætla að njóta stemmingarinnar um helgina. LungA verður þó aðeins minni í sniðum en undanfarin ár en Helena segir það með ráðum gert til að búa til meiri nánd milli gesta. „Það var markmið að hafa hana aðeins minni,“ segir hún um hátíðina sem hefur verið misstór í gegnum árin eftir því hvernig gállinn er á skipuleggjendum hverju sinni. „Í rauninni erum við kannski að reyna að minnka hana með því að hafa færri miða í ár til þess að halda í þessa fallegu búbblu sem myndast hérna á Seyðisfirði. Og þá einhvern veginn reyna að byggja nánd á milli allra sem koma,“ segir hún. Pussy Riot stíga á stokk Heimsfræga hljómsveitin Pussy Riot hefur tekið þátt í smiðjum hátíðarinnar í vikunni og treður upp í kvöld. „Þær komu hérna og eru búnar að vera með okkur alla vikuna. Við erum einmitt með barnasmiðjur þar sem börn hljómsveitarmeðlima hafa verið að búa til alls konar list með flottum listamönnum yfir hátíðina,“ segir Helena um Pussy Riot. „Þær voru með tónleika á mánudaginn og svo aftur í gær og svo eru þær að spila á sunnudagskvöldið.“ Helena segir að þrátt fyrir vonda veðurspá sé búið að vera sólríkt á hátíðinni alla vikuna. Núna sé rigningin aðeins farin að láta sjá sig en hátíðargestir bæti upp fyrir það með góðri stemmingu. Pussy Riot telur ellefu meðlimi sem eru allar konur. Þar af hafa tvær þeirra, Mariia Alekhina og Lucy Schtein, fengið íslenskan ríkisborgararétt.Getty
Múlaþing LungA Menning Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira