Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 07:54 Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúrúvá við Háskóla Íslands birtir þessa drónamynd af hrauninu sem er langt komið með að fylla í lægðina austan Kistufells. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. „Þann 12 júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni. Myndin að ofan er birt til stuðnings en þar sést hvernig hraunið er farið að fylla vel upp í lægðina. „Það er athyglisvert að hermunin sem hér er sýnd spáir því að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dags þann 13 júlí og nú er bara að sjá hvort það raungerist?“ Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. „Í nótt hefur þetta bara mallað áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svipuð virkni og var í gær og engar sérstakar breytingar.“ Elísabet segir að óróinn hafi einnig haldist svipaður. Hún segir að þótt skjálftavirknin sé ekki dottin niður sé hún ekkert í líkingu við það sem var fyrir gos. „Við erum enn að fá skjálfta við Keili og Kleifarvatn og líka eitthvað á sjálfu svæðinu en það er mun minna en var fyrir gos.“ Aðspurð hvernig muni veðra á göngufólks sem hyggst sjá gosið segir Elísabet: „Það er norðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndur en svo mun hvessa aðeins þegar líður á daginn. Þannig að það er gasmengun til suðurs.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir „Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45 Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. „Þann 12 júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni. Myndin að ofan er birt til stuðnings en þar sést hvernig hraunið er farið að fylla vel upp í lægðina. „Það er athyglisvert að hermunin sem hér er sýnd spáir því að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dags þann 13 júlí og nú er bara að sjá hvort það raungerist?“ Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. „Í nótt hefur þetta bara mallað áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svipuð virkni og var í gær og engar sérstakar breytingar.“ Elísabet segir að óróinn hafi einnig haldist svipaður. Hún segir að þótt skjálftavirknin sé ekki dottin niður sé hún ekkert í líkingu við það sem var fyrir gos. „Við erum enn að fá skjálfta við Keili og Kleifarvatn og líka eitthvað á sjálfu svæðinu en það er mun minna en var fyrir gos.“ Aðspurð hvernig muni veðra á göngufólks sem hyggst sjá gosið segir Elísabet: „Það er norðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndur en svo mun hvessa aðeins þegar líður á daginn. Þannig að það er gasmengun til suðurs.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir „Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45 Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45
Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52