Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 07:54 Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúrúvá við Háskóla Íslands birtir þessa drónamynd af hrauninu sem er langt komið með að fylla í lægðina austan Kistufells. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. „Þann 12 júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni. Myndin að ofan er birt til stuðnings en þar sést hvernig hraunið er farið að fylla vel upp í lægðina. „Það er athyglisvert að hermunin sem hér er sýnd spáir því að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dags þann 13 júlí og nú er bara að sjá hvort það raungerist?“ Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. „Í nótt hefur þetta bara mallað áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svipuð virkni og var í gær og engar sérstakar breytingar.“ Elísabet segir að óróinn hafi einnig haldist svipaður. Hún segir að þótt skjálftavirknin sé ekki dottin niður sé hún ekkert í líkingu við það sem var fyrir gos. „Við erum enn að fá skjálfta við Keili og Kleifarvatn og líka eitthvað á sjálfu svæðinu en það er mun minna en var fyrir gos.“ Aðspurð hvernig muni veðra á göngufólks sem hyggst sjá gosið segir Elísabet: „Það er norðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndur en svo mun hvessa aðeins þegar líður á daginn. Þannig að það er gasmengun til suðurs.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir „Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45 Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. „Þann 12 júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni. Myndin að ofan er birt til stuðnings en þar sést hvernig hraunið er farið að fylla vel upp í lægðina. „Það er athyglisvert að hermunin sem hér er sýnd spáir því að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dags þann 13 júlí og nú er bara að sjá hvort það raungerist?“ Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. „Í nótt hefur þetta bara mallað áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er svipuð virkni og var í gær og engar sérstakar breytingar.“ Elísabet segir að óróinn hafi einnig haldist svipaður. Hún segir að þótt skjálftavirknin sé ekki dottin niður sé hún ekkert í líkingu við það sem var fyrir gos. „Við erum enn að fá skjálfta við Keili og Kleifarvatn og líka eitthvað á sjálfu svæðinu en það er mun minna en var fyrir gos.“ Aðspurð hvernig muni veðra á göngufólks sem hyggst sjá gosið segir Elísabet: „Það er norðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndur en svo mun hvessa aðeins þegar líður á daginn. Þannig að það er gasmengun til suðurs.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir „Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45 Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt von á að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður krakkaskítur og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13. júlí 2023 06:45
Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13. júlí 2023 06:52